Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. maí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tilnefndir sem stjóri tímabilsins og besti ungi leikmaðurinn
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal.
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal.
Mynd: EPA
Manchester City og Liverpool hafa verið langbestu lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og stjórarnir Pep Guardiola og Jurgen Klopp eru að sjálfsögðu báðir tilnefndir sem stjóri tímabilsins.

Aðrir sem eru tilnefndir eru Thomas Frank, stjóri nýliða Brentford, Patrick Vieira sem hefur gert fantaflotta hluti með Crystal Palace og Eddie Howe en undir hans stjórn flaug Newcastle upp úr fallbaráttu og í miðja deild á ógnarhraða.

Tilnefndir sem stjóri tímabilsins:
Pep Guardola - Man City
Jurgen Klopp - Liverpool
Thomas Frank - Brentford
Patrick Vieira - Crystal Palace
Eddie Howe - Newcastle

Smelltu hér til að sjá hverjir eru tilnefndir sem leikmaður tímabilsins

Þá er einnig búið að opinbera hverjir koma til greina sem besti ungi leikmaðurinn.

Tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn:
Trent Alexander-Arnold - Liverpool
Phil Foden - Man City
Conor Gallagher - Crystal Palace
Tyrick Mitchell - Crystal Palace
Mason Mount - Chelsea
Aaron Ramsdale Arsenal
Declan Rice - West Ham
Bukayo Saka - Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner