Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. maí 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal fylgist með miðverði RB Leipzig
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Arsenal sé að fylgjast með Mohamed Simakan, miðverði RB Leipzig.


Simakan er 23 ára Frakki sem er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað í hægri bakverði.

Arsenal sárvantar hæfileikaríkann og réttfættan miðvörð eftir að William Saliba meiddist. Rob Holding þykir ekki nægilega góður til að leysa hann af hólmi og fyllti hinn örvfætti Jakub Kiwior í skarðið í sigrum gegn Chelsea og Newcastle.

Simakan gæti verið leikmaðurinn sem Arsenal þarf til að fullkomna varnarlínuna en hann er samningsbundinn Leipzig til 2027 og vill félagið ekki selja hann ódýrt. Talið er að varnarmaðurinn gæti kostað um 30 til 40 milljónir punda.

Arsenal er að fylgjast með öðrum miðvörðum en Simakan er talinn vera ofarlega á listanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner