Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 13. maí 2023 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Gísli Eyjólfs hetjan á Meistaravöllum - Valur fór illa með KA
Gísli Eyjólfsson gerði sigurmark Blika en hér sést hann í baráttunni við Kennie Chopart í leiknum
Gísli Eyjólfsson gerði sigurmark Blika en hér sést hann í baráttunni við Kennie Chopart í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson skoraði tvö fyrir Val
Adam Ægir Pálsson skoraði tvö fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur vann öruggan 4-0 sigur á KA í 7. umferð Bestu deild karla í dag en á meðan Breiðablik lagði KR, 1-0, við ömurlegar aðstæður á Meistaravöllum í vesturbæ.

Valsmenn kláruðu KA í fyrri hálfleiknum á Greifavelli. Það tók Valsara tæpa mínútu að taka forystuna. Adam Ægir Pálsson gerði það með þrumuskoti eftir að heimamönnum mistókst að hreinsa boltann frá.

Gestirnir áttu gjörsamlega fyrri hálfleikinn og sköpuðu sér marga góða sénsa. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær annað markið kæmi en það var Aron Jóhannsson sem gerði það á 29. mínútu.

Andri Rúnar Bjarnason gerði vel að halda boltanum, setti hann á Kristin Frey Sigurðsson sem kom með góðan bolta inn í teiginn á Aron sem tók hann á lofti og skoraði.

Andri gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks eftir að hann og Kristinn spiluðu boltanum sín á milli. Andri tók síðan gott skot og átti Steinþór sló upp í hornið. Valsmenn gjörsamlega að ganga frá KA.

Það var miklu meira líf í KA-mönnum í þeim síðari og voru það þeir sem sköpuðu færin. Dusan Brkovic átti skalla rétt framhjá og þá átti Rodri ágætis tilraun sem fór af varnarmanni og framhjá.

Daníel Hafsteinsson átti þá þrumuskot sem fór framhjá á 82. mínútu. KA-menn náðu ekki að koma boltanum í netið. Undir lok leiksins gerði Adam Ægir hins vegar annað mark sitt og fjórða mark Vals og rak síðasta naglann í kistu heimamanna. Lokatölur 4-0 Val í vil.

Valsmenn eru tímabundið á toppnum með 18 stig og með betri markatölu en Víkingur. KA er á meðan í 4. sæti með 11 stig.

Glæsimark Gísla tryggði Blikum sigurinn

Breiðablik vann baráttusigur á KR, 1-0, á Meistaravöllum en aðstæðurnar voru vægast sagt ömurlegar.

Völlurinn minnti helst á kartöflugarð og var umræðin meiri um völlinn en leikinn sjálfan.

Það var fátt um fína drætti í byrjun leiks og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan markalaus. Í þeim síðari var fullt af hálffærum hér og þar. KR-ingar fengu góðan séns er Kristinn Jónsson kom með fyrirgjöf en boltinn fór af Jóhannesi og framhjá markinu.

Eina mark leiksins gerði Gísli Eyjólfsson á 82. mínútu og var það að glæsilegustu gerð. Blikar spiluðu vel sín á milli áður en Gísli skoraði með laglegu skoti í fjærhornið.

Blikar fagna fjórða sigri sínum í röð en KR að tapa fimmta leiknum í röð. Blikar eru með 15 stig í þriðja sæti en KR í næst neðsta sæti með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KA 0 - 4 Valur
0-1 Adam Ægir Pálsson ('1 )
0-2 Aron Jóhannsson ('29 )
0-3 Andri Rúnar Bjarnason ('45 )
0-4 Adam Ægir Pálsson ('90 )
Lestu um leikinn

KR 0 - 1 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson ('82 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner