Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 13. júní 2022 20:47
Arnar Laufdal Arnarsson
Einkunnir Íslands: Hákon Haraldsson maður leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tók á móti Ísrael í Þjóðardeildinni i kvöld á Laugardalsvelli en úrslit urðu 2-2 jafntefli. Fótbolti.net var að sjálfsöðgu á staðnum og er umfjöllun og viðtöl úr leiknum væntanleg. Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net fyrir leikinn.

Rúnar Alex Rúnarsson: 6
Rúnar var bara nokkuð öruggur í sínum aðgerðum í kvöld, greip vel inn í og kom boltanum vel frá sér. Gat ekkert gert í fyrra markinu en set spurningarmerki við hann í VAR-markinu, bakkaði inn í markið.

Alfons Sampsted: 6
Eins og svo oft áður náum við ekki að koma honum nægilega inn í sónarleikinn okkar, var fínn varnarlega.

Hörður Björgvin Magnússon: 6,5
Á vissulega stóran þátt í báðum mörkum okkar Íslendinga en var á köflum

Daníel Leó Grétarsson: 6,5
Blendnar tilfinningar, stoðsending en svo sjálfsmark. Daníel var fínn í leiknum heilt yfir en sjálfsmarkmið klaufalegt þar sem boltinn var að fara framhjá markinu

Davíð Kristján Ólafsson: 5,5
Davíð átt betri daga, var í basli varnarlega og komst aldrei í takt við sóknarleik Íslendinga.

Birkir Bjarnason: 6 (77 mín)
Fyrirliðinn var að gera fyrirliða hluti í kvöld, mikið að öskra, stjórna og taka til sín en gerði svo sem engar rósir inn á miðjunni í kvöld

Þórir Jóhann Helgason: 7
Þórir flottur heilt yfir, skorar virkilega gott mark eftir flottan undirbúning Hödda og Arnórs.

Hákon Haraldsson: 7 (maður leiksins)
Frábær í pressunni hjá okkar mönnum og átti að vera með stoðsendingu ef allt væri eðlilegt og var mjög líflegur inn á miðsvæðinu og þegar hann færðist framar. Maður leiksins að mínu mati.

Jón Dagur Þorsteinsson: 7 (77 mín)
Skoraði ruglað skallamark snemma leiks og hættulega aukaspyrnu, Jón Dagur alltaf líflegur.

Andri Lucas Guðjohnsen: 5 (62 min)
Líkt og með Alfons þá erum við ekki að ná að koma Andra nægilega inn í sóknarleikinn að mínu mati, hann fær enga almennilega bolta inn á teig og er einn í einskinsmannslandi upp á topp. Honum er enginn greiðu gerður því miður.

Arnór Sigurðsson: 6,5 (62 min)
Var ansi líflegur framan af en klúðar algöru dauðafæri í fyrri hálfleik sem hefði getað sett allt aðra mynd á leikinn, á svo góða stoðsendingu í seinna marki Íslands og fer út af strax í kjölfarið.

Varamenn
Sveinn Aron Guðjohnsen (62´): 6
Ísak Bergmann Jóhannesson (62´): 6

Spiluðu of lítið til þess að fá einkunn:
Stefán Teitur Þórðarson (77´)
Aron Elís Þrándarson (77´)
Albert Guðmundsson (90´)
Athugasemdir
banner
banner