Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fim 13. júní 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum heilt yfir sterkari. Varnarlega vorum við með góðar færslur og þeir klukkuðu alveg sinn skerf af boltanum en aðallega þó á þeirra varnarþriðjungi. Svo komu langir boltar sem við díluðum við mjög vel. Skoruðum þrjú góð mörk og fórum fagmannlega í gegnum mjög sprækt Fylkislið.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga við Fótbolta.net um ástæður þess að Víkingur fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar var að vonum sáttur með sigurinn en fannst að sama skapi mikið spunnið í lið Fylkis.

„Þeir láta okkur hlaupa með að teygja varnarlínuna mjög vítt út og eru með Ragnar Braga í sexunni og það er erfitt að klukka þá. Um leið og þú ferð út í einhverja vitleysu þá eru þeir með sterka leikmenn sem geta refsað okkur svo við þurftum að vera mjög agaðir í okkar varnarfærslum.“

Danijel Dejan Djuric hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en hann var á þriðjudaginn úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks eftir leik Víkinga við Breiðablik á dögunum. Bannið gildir þó ekki í bikarnum og átti Danijel góðann leik í kvöld. Um svar Danijels við banninu á vellinum sagði Arnar.

„Við ræddum aðeins málin í gær á æfingu. Hann var aðeins down eðlilega. Þetta er ungur leikmaður og þetta fær á hann, hann er að missa af stórleikjum. Hann svaraði bara mjög vel fyrir sig í viðtali á Stöð 2 í gær og ég talaði aðeins við hann að hann þyrfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum.“

Víkingar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oliver Ekroth þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið högg á andlitið. Reiknaði Arnar með að Oliver væri nefbrotinn.

„Ég held að hann sé bara nefbrotinn, er reyndar ekki sérfræðingur en hann er að fara í myndatöku núna fljótlega. Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir