West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   fim 13. júní 2024 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Leikurinn var eins og við reiknuðum með að hann yrði. Þeir myndu vera meira með boltann og við liggja aftarlega og verjast. Við gerðum það bara feykivel en það eru þarna tvö eða þrjú mistök sem fella okkur í dag og mjög auðveld mörk að koma í veg fyrir. En Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir að vegferð Fylkis í Mjólkurbikarnum þetta árið tók enda eftir 3-1 tap þeirra gegn Víkingum í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga. Framan af síðari hálfleik var lið Fylkis lítið að sækja og það var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem einhver þungi að ráði færðist í sóknarleik þeirra. Eftir á að hyggja, fannst Rúnari liðið mögulega of passíft komandi út í síðari hálfleikinn?

„Nei, við lögðum þetta upp þannig að keyra þetta aftur inn og bíða eftir tækifærinu. Þeir voru svo sem ekkert að skapa mikið og við fengum alveg hættulegar sóknir til að komast á bakvið þá. En við þurftum að gera eitthvað í stöðunni 3-0. Þá þurftum við að reyna að sækja og ýta á þá og það gekk svo sem ágætlega.“

Mjólkurbikarinn úti þetta árið hjá Fylki og botnliðið getur einbeitt sér að deildinni eingöngu. Næst á dagskrá er leikur gegn Vestra leikur sem Fylkisliðið má illa við að tapa.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner