Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 13. júní 2024 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Leikurinn var eins og við reiknuðum með að hann yrði. Þeir myndu vera meira með boltann og við liggja aftarlega og verjast. Við gerðum það bara feykivel en það eru þarna tvö eða þrjú mistök sem fella okkur í dag og mjög auðveld mörk að koma í veg fyrir. En Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir að vegferð Fylkis í Mjólkurbikarnum þetta árið tók enda eftir 3-1 tap þeirra gegn Víkingum í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga. Framan af síðari hálfleik var lið Fylkis lítið að sækja og það var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem einhver þungi að ráði færðist í sóknarleik þeirra. Eftir á að hyggja, fannst Rúnari liðið mögulega of passíft komandi út í síðari hálfleikinn?

„Nei, við lögðum þetta upp þannig að keyra þetta aftur inn og bíða eftir tækifærinu. Þeir voru svo sem ekkert að skapa mikið og við fengum alveg hættulegar sóknir til að komast á bakvið þá. En við þurftum að gera eitthvað í stöðunni 3-0. Þá þurftum við að reyna að sækja og ýta á þá og það gekk svo sem ágætlega.“

Mjólkurbikarinn úti þetta árið hjá Fylki og botnliðið getur einbeitt sér að deildinni eingöngu. Næst á dagskrá er leikur gegn Vestra leikur sem Fylkisliðið má illa við að tapa.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner