Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   fim 13. júní 2024 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Leikurinn var eins og við reiknuðum með að hann yrði. Þeir myndu vera meira með boltann og við liggja aftarlega og verjast. Við gerðum það bara feykivel en það eru þarna tvö eða þrjú mistök sem fella okkur í dag og mjög auðveld mörk að koma í veg fyrir. En Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis um leikinn eftir að vegferð Fylkis í Mjólkurbikarnum þetta árið tók enda eftir 3-1 tap þeirra gegn Víkingum í Víkinni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Víkinga. Framan af síðari hálfleik var lið Fylkis lítið að sækja og það var í raun ekki fyrr en í stöðunni 3-0 sem einhver þungi að ráði færðist í sóknarleik þeirra. Eftir á að hyggja, fannst Rúnari liðið mögulega of passíft komandi út í síðari hálfleikinn?

„Nei, við lögðum þetta upp þannig að keyra þetta aftur inn og bíða eftir tækifærinu. Þeir voru svo sem ekkert að skapa mikið og við fengum alveg hættulegar sóknir til að komast á bakvið þá. En við þurftum að gera eitthvað í stöðunni 3-0. Þá þurftum við að reyna að sækja og ýta á þá og það gekk svo sem ágætlega.“

Mjólkurbikarinn úti þetta árið hjá Fylki og botnliðið getur einbeitt sér að deildinni eingöngu. Næst á dagskrá er leikur gegn Vestra leikur sem Fylkisliðið má illa við að tapa.

„Við höfum ekkert efni á að tapa mikið fleiri leikjum. Við verðum að vinna þessi lið í kringum okkur það er nokkuð ljóst og ætlum að safna stigum út úr þeim og verðum að gera það.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner