Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
   fös 13. júlí 2018 21:58
Orri Rafn Sigurðarson
Jói Kalli: Þetta var brekka frá upphafi
Jói Kalli getur ekki verið sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld.
Jói Kalli getur ekki verið sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var bara ekki gott frá upphafi til enda það sáu það allir sem að voru á leiknum að við vorum ekki að gera hlutina sem við lögðum upp með nógu vel," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 4-1 tap á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld á móti Þrótti.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 ÍA

Skagamenn voru engan veginn líkir sjálfum sér en leikmenn Þróttar voru yfir á öllum svæðum vallarins. Varnarleikur ÍA var ekki upp á marga fiska og mörkin voru fremur auðveld fyrir heimamenn.

„Þeir skora þessi fyrstu tvö mörk í fyrri hálfleiknum á einfadlan hátt. Við vissum alveg að Viktor (Jónsson) er öflugur en við hefðum getað varist þessu betur, þessum tveimur mörkum en við komumst aftur inn í leikinn þannig lagað en fáum á okkur líka skelfilegt þriðja mark snemma í seinni hálfleiknum. Þetta var bara brekka frá upphafi."

„VIð vorum ekki að loka svæðunum sem að við ætluðum að loka á í þessum leik og ætluðum ekki að gefa þeim svona auðvelda og greiða leið að markinu okkar. sagði Jói að lokum

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner