Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 13. júlí 2020 22:01
Kristófer Jónsson
Rúnar Páll: Mikilvægt að komast í gegnum þetta
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur þjálfurum Stjörnunnar, var nokkuð sáttur eftir 0-0 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi Max-deild karla í dag.

„Þetta var hörkuleikur og bráðskemmtilegur. Mér fannst við geta gert aðeins betur hvað varðaði sendingar og ákveðin tækniatriði. En heilt yfir var leikurinn vel spilaður hjá okkur." sagði Rúnar Páll eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

Leikmannahópur Stjörnunnar þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist innan herbúða liðsins. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar síðan 24. júní.

„Það var gríðarlega mikilvægt að komast í gegnum þennan leik og það komu ekki upp nein meiðsli sem að sýnir hversu góðu standi við erum í. Þetta er erfiður útivöllur og við erum sáttir við þetta stig sem að við fengum."

Stjörnumenn eru með sjö stig eftir þrjá leiki, en þeir eiga þrjá leiki til góða á flest lið deildarinnar. Er Rúnar sáttur við þessa byrjun Stjörnunnar á mótinu.

„Jújú eigum við ekki bara að segja það. Næst er mikilvægur leikur gegn HK á föstudaginn og við verðum að vera tilbúnir í það." sagði Rúnar Páll að lokum.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner