Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   mán 13. júlí 2020 22:01
Kristófer Jónsson
Rúnar Páll: Mikilvægt að komast í gegnum þetta
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Rúnar Páll og Óli Jó virða punktinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur þjálfurum Stjörnunnar, var nokkuð sáttur eftir 0-0 jafntefli sinna manna gegn Val í Pepsi Max-deild karla í dag.

„Þetta var hörkuleikur og bráðskemmtilegur. Mér fannst við geta gert aðeins betur hvað varðaði sendingar og ákveðin tækniatriði. En heilt yfir var leikurinn vel spilaður hjá okkur." sagði Rúnar Páll eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

Leikmannahópur Stjörnunnar þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit greindist innan herbúða liðsins. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar síðan 24. júní.

„Það var gríðarlega mikilvægt að komast í gegnum þennan leik og það komu ekki upp nein meiðsli sem að sýnir hversu góðu standi við erum í. Þetta er erfiður útivöllur og við erum sáttir við þetta stig sem að við fengum."

Stjörnumenn eru með sjö stig eftir þrjá leiki, en þeir eiga þrjá leiki til góða á flest lið deildarinnar. Er Rúnar sáttur við þessa byrjun Stjörnunnar á mótinu.

„Jújú eigum við ekki bara að segja það. Næst er mikilvægur leikur gegn HK á föstudaginn og við verðum að vera tilbúnir í það." sagði Rúnar Páll að lokum.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner