Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Hörkuslagir í Lengjudeildunum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru fimmtán leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir fara fram í Lengjudeildunum.

Grótta tekur á móti ÍA í hörkuslag í kvennaflokki, þar sem liðin eru jöfn á stigum í þriðja sæti deildarinnar.

Í karlaflokki þarf botnlið Dalvíkur/Reynis að ná í sigur á heimavelli gegn toppbaráttuliði Njarðvíkur, en Dalvíkingar eru fimm stigum frá öruggu sæti eftir slakan fyrri hluta tímabils.

Njarðvík getur hins vegar komið sér í frábæra stöðu í öðru sætinu með sigri, en Njarðvíkingar munu mæta hungraðir til leiks eftir tvo tapleiki í röð. Dalvíkingar hafa þó tapað fjórum í röð.

Afturelding og Þór eigast við í lokaleik dagsins í Lengjudeildinni en liðin eru jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar. Þetta eru bæði lið sem vilja vera að berjast um á toppi deildarinnar og verður því hart barist í Mosfellsbæ í dag.

Þá er nóg um að vera í 2. og 3. deild karla, auk þess sem leikir fara fram í 5. deild og 2. deild kvenna.

Lengjudeild karla
14:00 Dalvík/Reynir-Njarðvík (Dalvíkurvöllur)
16:00 Afturelding-Þór (Malbikstöðin að Varmá)

Lengjudeild kvenna
14:00 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)

2. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Haukar (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Þróttur V.-KFA (Vogaídýfuvöllur)
15:00 Kormákur/Hvöt-Selfoss (Blönduósvöllur)
16:00 KF-KFG (Ólafsfjarðarvöllur)
16:00 Völsungur-Víkingur Ó. (PCC völlurinn Húsavík)

2. deild kvenna
14:00 Vestri-Álftanes (Kerecisvöllurinn)

3. deild karla
14:00 Kári-Víðir (Akraneshöllin)
14:00 Árbær-Vængir Júpiters (Domusnovavöllurinn)
16:00 Sindri-KV (Jökulfellsvöllurinn)
16:00 Magni-KFK (Grenivíkurvöllur)

5. deild karla - A-riðill
16:00 Samherjar-Álftanes (Hrafnagilsvöllur)

5. deild karla - B-riðill
16:00 Reynir H-Hörður Í. (Hellissandsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner