Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Alexander-Arnold ber fullt traust til Adrian
Mynd: Getty Images
Liverpool varð fyrir miklu áfalli í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöldið þegar markvörður liðsins, Alisson, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Spænski markvörðurinn, Adrian, kom inn í hans stað en talið er að Alisson verði frá í allt að átta vikur.

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, ber fullt traust til Adrian og hefur trú á því að hann standi sig vel í fjarveru Alisson.

„Adrian er reynslumikill markvörður og það skiptir gífurlega miklu máli í þessu samhengi. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera, hann hefur spilað ótal marga leiki og því hef ég ekki áhyggjur af þessu," segir Trent.

„Móttökurnar sem að hann fékk á föstudaginn sýndu að stuðningsmennirnir styðja hann einnig,"

Liverpool mætir Chelsea í meistari meistaranna leik á morgun áður en að liðið ferðast á suðurströnd Englands og mætir þar Southampton á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner