Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   lau 13. ágúst 2022 14:40
Aksentije Milisic
Ancelotti mun enda ferilinn hjá Real Madrid
Mynd: Real Madrid

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur sagt frá því að hann muni hætta þjálfun og setjast í helgan stein þegar tími hans hjá Real Madrid verður liðinn.


Þessi 63 ára gamli þjálfari er talinn einn besti þjálfari allra tíma en hann hefur unnið helling af titlum síðan þjálfaraferill hans hófst árið 1992.

Hann er eini stjórinn í sögunni sem hefur unnið deildartitil í fimm stærstu deildum Evrópu. Hann vann þá með AC Milan, PSG, Chelsea, Real Madrid og Bayern Munchen.

Þá er Ancelotti einnig sigursælasti stjórinn í sögu Meistaradeildar Evrópu.

„Ég mun klára feril minn hjá Real Madrid. Real er stærsta félag heims og það liggur í augum uppi að kalla þetta gott hér," sagði Ancelotti.

Samningur Ancelotti við Real rennur út árið 2024 en fínar líkur eru á því að hann framlengi þann samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner