Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 13. ágúst 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Elías í essinu sínu er Midtjylland komst í umspil - Hákon hafði betur gegn Mourinho
Elías Rafn átti stórleik í marki Midtjylland
Elías Rafn átti stórleik í marki Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon og félagar hans í Lille eru komnir áfram
Hákon og félagar hans í Lille eru komnir áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmennirnir Elías Rafn Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir komnir í umspil um sæti í Meistaradeildarinnar með Midtjylland og Lille.

Hákon Arnar var í byrjunarliði Lille sem gerði 1-1 jafntefli við Jose Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahce.

Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Lille en Fenerbahce tókst að jafna metin í einvíginu með því að komast í 1-0 í kvöld. Leikurinn var framlengdur og þar gerði Jonathan David markið sem kom Lille áfram, en það gerði hann úr vítaspyrnu á 109. mínútu.

Hákon fór af velli þegar átta mínútur voru búnar af framlengingunni en þetta þýðir að Lille er komið áfram og mætir næst Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu.

Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland sem gerði 1-1 jafntefli við Ferencvaros.

Markvörðurinn átti stórleik og var langbesti maður vallarins í Ungverjalandi. Hann átti einhverjar níu vörslur og var með einkunn upp á 8,8 hjá Fotmob.

Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili, en sigurvegarinn mun fara í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Valgeir Lunddal Friðriksson og hans menn í Häcken eru þá komnir í umspil um sæti í Sambandsdeildina eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við eistneska liðið Paide. Häcken vann fyrri leikinn 6-1 og var því ekki í miklum vandræðum með að komast áfram.

Häcken spilar við þýska liðið Heidenheim í umspilinu.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliðinu hjá AB Kaupmannahöfn sem vann 4-0 sigur á FB í danska bikarnum. Ægir Jarl Jónasson var ekki með AB í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner