sun 13. september 2020 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir WBA og Leicester: Castagne bestur í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Nýliðar West Bromwich Albion tóku á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og töpuðu.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en gestirnir skiptu um gír eftir leikhlé og verðskulduðu sigurinn.

Belgíski bakvörðurinn Timothy Castagne þreytti frumraun sína í enska boltanum og átti stórleik. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og var valinn besti maður vallarins í einkunnagjöf Sky Sports.

Jamie Vardy fékk sömu einkunn þar sem hann var afar líflegur í fremstu víglínu og skoraði úr tveimur vítaspyrnum. Tyrkneski miðvörðurinn Caglar Soyuncu þótti einnig frábær.

Enginn leikmaður West Brom þótti skara framúr, gæðamunur liðanna var augljós.

West Brom: Johnstone (6), Furlong (6), Bartley (6), Ajayi (6), O'Shea (6), Gibbs (6), Matheus Pereira (6), Livermore (5), Sawyers (5), Diangana (5), Robinson (5)

Leicester: Schmeichel (7), Justin (7), Ndidi (7), Soyuncu (8), Castagne (8), Mendy (7), Perez (6), Praet (7), Tielemans (7), Barnes (7), Vardy (8)
Varamenn: Maddison (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner