mán 13. september 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - 11:00 Dregið í riðla Meistaradeildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 11:00 verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna en Breiðablik er í potti tvö. Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu.

Pottur eitt:
Barcelona (SPÁ) – Ríkjandi meistarar
Paris Saint-Germain (FRA) – Frakklandsmeistarar
Bayern München (ÞÝS) – Þýskalandsmeistarar
Chelsea (ENG) – Englandsmeistarar

Pottur tvö:
Lyon (FRA)
Wolfsburg (ÞÝS)
Arsenal (ENG)
Breiðablik (ÍSL)

Pottur þrjú:
Häcken (SVÍ)
Juventus (ÍTA)
Hoffenheim (ÞÝS)
Real Madrid (SPÁ)

Pottur fjögur:
WFC Kharkiv (ÚKR)
Servette FCCF (SVI)
HB Køge (DAN)
Benfica (POR)
11:22
Takk fyrir að fylgjast með! Spennandi leikir framundan.

Hér má sjá leikjadagskrána:

Matchday 1: 5/6 October
Matchday 2: 13/14 October
Matchday 3: 9/10 November
Matchday 4: 17/18 November
Matchday 5: 8/9 December
Matchday 6: 15/16 December

Eyða Breyta
11:20
(STAÐFEST) - Svona eru riðlarnir:

A-riðill: Chelsea, Wolfsburg, Juventus, Servette

B-riðill: Paris St-Germain, Breiðablik, Real Madrid, Kharkiv

C-riðill: Barcelona, Arsenal, Hoffenheim, HB Köge

D-riðill: Bayern Munich, Lyon, Hacken, Benfica

Eyða Breyta
11:19
B-RIÐILL BREIÐABLIKS ER KLÁR
WFC Kharkiv frá Úkraínu bætist við.

PSG
Breiðablik
Real Madrid
Kharkiv

Eyða Breyta
11:18
Jæja síðasti pottur.

Eyða Breyta
11:18
Lyon, Bayern og Hacken eru í D-riðli.

Eyða Breyta
11:17
REAL MADRID FER Í RIÐIL BREIÐABLIKS - Real, PSG og Breiðablik.

Eyða Breyta
11:16
Juventus fer í A-riðil með Chelsea og Wolfsburg.

Eyða Breyta
11:16
Hoffenheim fer í C-riðil með Arsenal og Barcelona.

Eyða Breyta
11:15
Og þá er komið að því að skella sér í pott þrjú.

Eyða Breyta
11:15
Wolfsburg fer í A-riðil með Chelsea.

Eyða Breyta
11:14
BREIÐABLIK FER Í B-RIÐIL MEÐ PSG

Eyða Breyta
11:14
Arsenal fer í C-riðil með Barcelona.

Eyða Breyta
11:13
Sara Björk fer í D-riðil með Bayern München.

Lyon og Bayern í D-riðli.

Eyða Breyta
11:13
Þá er komið að því að draga úr potti tvö þar sem Breiðablik er.

Eyða Breyta
11:12
Chelsea fer í A-riðil,

PSG í B-riðil,

Barcelona í C-riðil,

Bayern München í D-riðil.

Eyða Breyta
11:11
Byrjað er að draga úr potti eitt... Chelsea kemur upp.

Eyða Breyta
11:09
Jæja nú fer drátturinn brátt að hefjast, verið er að fara yfir fyrirkomulagið.

Eyða Breyta
11:08
Lena Goeßling fyrrum landsliðskona Þýskalands aðstoðar við dráttinn.

Eyða Breyta
11:07
Sýnt er út í salinn þar sem Úlfar Hinriksson er mættur fyrir hönd Breiðabliks. Hann er að sjálfsögðu með grímu og passar uppá allar sóttvarnir.

Eyða Breyta
11:05


Verið er að kynna liðin sem eru í pottunum.

Eyða Breyta
11:03


Nadine talar um hraðan vöxt kvennafótboltans og að breytingin á Meistaradeild kvenna sé mikilvægt skref fyrir keppnina.

Eyða Breyta
11:01
Athöfnin er farin af stað. Það er engin önnur en Nadine Kessler sem stýrir drættinum. Hún er yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA,

Eyða Breyta
10:57


Eyða Breyta
10:51
Dregið er í Nyon í Sviss.

Eins og áður sagði þá er þetta í fyrsta sinn sem Meistaradeild kvenna er leikin með riðlafyrirkomulagi. Sextán lið taka þátt í riðlakeppninni og leikið er heima og að heiman.



Eyða Breyta
10:36


Cloé Lacasse spilar með Benfica sem er í potti fjögur og gæti því lent með Breiðabliki í riðli.

Eyða Breyta
10:32
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, setti inn á Twitter færslu þar sem hann velur í draumariðilinn sinn.

Villi vill fá þýsku meistarana í Bayern Munchen, sem dóttir hans Karólína Lea spilar með, sænsku meistarana í Hacken og úkraínska liðið Kharkiv. Diljá Ýr Zomers spilar með Hacken.



Eyða Breyta
10:13
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon en getur ekki farið í riðil með Breiðabliki þar sem Lyon er í sama potti, potti tvö. Breiðablik er lægst skrifaða liðið í þeim potti.

Eyða Breyta
10:09


Barcelona er ríkjandi meistari og er í potti eitt ásamt Frakklandsmeisturunum, Englandsmeisturunum og Þýskalandsmeisturunum. Það eru þær deildir sem eru efstar á styrkleikalista UEFA.

Eyða Breyta
10:08
Hér má sjá leikjadagskrána:

Matchday 1: 5/6 October
Matchday 2: 13/14 October
Matchday 3: 9/10 November
Matchday 4: 17/18 November
Matchday 5: 8/9 December
Matchday 6: 15/16 December

Eyða Breyta
10:06
Góðan og gleðilegan daginn!

Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá drætti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna. Keppnin er með nýju fyrirkomulagi og fer riðlakeppnin af stað 5. október.

Breiðablik er í pottinum og er því fyrst íslenskra félagsliða til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner