Boladeildin – Vetrardeild 2023/24
Skráning er hafin í Vetrardeildina tímabilið 2023-24, um er að ræða sjö manna utandeild sem Leiknir í Breiðholti stendur fyrir. Leikið er á gervigrasi á Leiknisvelli.
Skráning er hafin í Vetrardeildina tímabilið 2023-24, um er að ræða sjö manna utandeild sem Leiknir í Breiðholti stendur fyrir. Leikið er á gervigrasi á Leiknisvelli.
Deildin verður leikin með sama sniði og á seinasta tímabili. 18 lið leika í 2 deildum (A og B deild). Það verða 16 leikir á lið í vetur. Dregið verður í deildir í upphafi og þegar leikin hefur verið einföld umferð munu efstu 4/5 liðin úr A og B deild leika í A deild og neðstu 4/5 liðin leika í B deild. Þetta er gert til þess að gera keppnina jafnari og skemmtilegri til loka.
Mótið hefst um miðjan október og stendur allt fram til mánaðamóta mars/apríl. Almenna reglan er sú að leikið er um virka daga en ef frestanir eiga sér stað þarf stundum að koma þeim leikjum fyrir á varadögum sem eru sunnudagar. Reynt er að spila ekki ofan í allra stærstu leiki Meistaradeildarinnar. Leikmenn sem spila í Bestu-deild eða Lengjudeildinni eru ekki löglegir í Boladeildinni.
Krýndir verða meistarar bæði í A og B deild.
Skráning fer fram á boladeildin@gmail.com
Þátttökugjald er kr. 125.000. Greiða þarf staðfestingargjald fyrir skráð lið í síðast lagi sunnudaginn 24. september að öðrum kosti verða tekin inn lið af biðlista. Staðfestingargjaldið er kr. 35.000 og fæst ekki endurgreitt ef lið hættir við þátttöku. Fullnaðargreiðslu kr. 90.000 verður svo að inna af hendi í síðasta lagi 15. október. Liðin sem tóku þátt síðasta vetur hafa forgang í deildina til 17. september.
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 35.000 fyrir 24. september og fullnaðargreiðslu kr. 90.000 kr. fyrir 15. október eða greiða þátttökugjaldið í einni greiðslu kr. 125.000.
Greiðist inn á Íþróttafélagið Leikni,
kt. 690476-0299
banki 537-26-16904
Munið að setja sem skýringu nafnið á liðinu og senda kvittun á boladeildin@gmail.com
Athugasemdir