Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. október 2019 11:10
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Virði ákvörðun Hamren þó ég sé ekki sammála
Icelandair
Alfreð í leiknum gegn Frökkum á föstudaginn.
Alfreð í leiknum gegn Frökkum á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum gegn heimsmeisturum Frakka á föstudag. Alfreð var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort það hafi vakið upp minningar frá EM 2016 þegar hann var á bekknum á kostnað Kolbeins Sigþórssonar.

„Já og nei. Staðan er kannski öðruvísi núna. Ég er að koma af stað eftir meiðsli," sagði Alfreð.

„Maður er alltaf ósáttur ef maður byrjar ekki. Það mun aldrei breytast hvort sem ég spila með landsliði eða félagsliði. Erik taldi þetta vera besta liðið fyrir þennan leik og ég virði þá ákvörðun þó að ég sé ekki sammála henni."

„Það er sama klassíkin, þegar ég fæ tækifæri verð ég að vera klár og sanna það að ég geti nýs íslenska landsliðinu eins og ég hef gert þegar ég hef verið heill undanfarin ár."


Ísland þarf að vinna Andorra á morgun og treysta á að Frakkar vinni Tyrki á sama tíma til að leggja upp hálfgerðan úrslitaleik um EM sæti gegn Tyrkjum í næsta mánuði.

„Staðan hefur ekki mikið breyst. Við töluðum um það fyrir þessa fjóra leiki að við þyrftum að vinna þrjá. Við þurfum að gera það og treysta líka á Frakkana. Það er hægt að finna verri lið en Frakka til að treysta á. Við þurfum að klára okkar leiki. Leikirnir gegn Andorra og Moldavíu eru leikir sem við gerum kröfur á að vinna og þurfum að klára ef við ætlum á EM," sagði Alfreð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner