Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 13. nóvember 2020 20:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho í eins leiks bann
Jose Mourinho hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af UEFA. Mourinho sem er stjóri Tottenham verður í banni í næsta leik liðsins í Evrópudeildinni.

Mourinho er dæmdur ábyrgur fyrir því að lið Tottenham mætti of seint til leiks þegar Tottenham mætti Antwerp í Belgíu.

Tottenham er sektað um 25 þúsund pund fyrir atvikið.

Mourinho tekur út bannið eftir tvær vikur þegar Tottenham mætir Ludogorets.
Athugasemdir