Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 13. nóvember 2022 15:20
Aksentije Milisic
Man Utd hefur áhuga á markverði Brighton
Robert Sanchez.
Robert Sanchez.
Mynd: Getty Images

Manchester United er að fylgjast grannt með Robert Sanchez, markverði Brighton.


Félagið sér hann sem hugsanlegan arftaka David De Gea en De Gea er að renna út af samningi og ekki er orðið ljóst hvort Man Utd ætli að framlengja við kappann.

Spánverjinn Sanchez er einn af þeim markvörðum sem njósnarar Erik ten Hag eru að fylgjast með en hann hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá Brighton.

Hann kom til Brighton frá Levante árið 2013 en hefur farið nokkrum sinnum á lán.

Hann á einn landsleik að baki og er hann í spænska hópnum sem fer á HM í Katar. De Gea er hins vegar ekki í hópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner