Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 12:54
Elvar Geir Magnússon
„Allir þessir gæjar væru til í að vera tónlistarmenn“
Icelandair
Logi Tómasson gefur út tónlist undir listamannsnafninu Luigi.
Logi Tómasson gefur út tónlist undir listamannsnafninu Luigi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Lífið er bara ljúft og ég er að njóta þess að spila fótbolta og lifa lífinu," segir landsliðsmaðurinn Logi Tómasson. Hann hefur ekki bara verið að gera það gott í boltanum heldur einnig í tónlistinni þar sem hann gefur út undir nafninu Luigi.

Hann gaf út lagið Skína ásamt PATR!K í fyrra og sló það rækilega í gegn og var valið lag ársins. Nýlega kom þriðja breiðskífa Luigi út; Alltaf sami Lui.

„Ég er að leika mér í tónlist og gaf út plötu um daginn. Ég reyni að blanda tónlistina inn í fótboltann eins fagmannlega og ég get. Það er erfitt að gera bæði. Ég hef líka sýnt að ég er með allan hausinn á fótboltanum og svo gef ég út tónlist inn á milli. Það gengur bara fínt," segir Logi sem er með landsliðinu í æfingabúðum á Spáni.

Hann er ekki eini fótboltamaðurinn sem er að leika sér í tónlist með fótboltaferlinum, um daginn þá fjölluðum við um að Alex Iwobi leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni væri að gefa út lög.

Elska að gera tónlist og finnst tónlistin mín góð
„Allir þessir gæjar í hópnum væru til í að vera tónlistarmenn, ég get alveg sagt þér það. Það er ekkert auðvelt að gera tónlist með fótboltanum en maður hefur mikinn frítíma og getur gert þetta inn á milli. Sem er ógeðslega gaman og gott fyrir minn haus."

Logi hefur verið að gera virkilega góða hluti í boltanum og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í síðasta glugga, gegn Wales. Líkt og í fótboltanum er hann að taka framfarir á tónlistarsviðinu líka.

„Já alveg 100%, mér finnst ég góður að gera 'húkka' og 'melódíur'. Fólk fær að dæma um hvort það fíli lögin eða ekki en ég allavega elska að gera tónlist og finnst tónlistin mín góð. Svo er bara undir öðrum komið að hlusta og dæma," segir Logi Tómasson.


Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Athugasemdir
banner
banner