„Við vissum hvað við þurftum að gera til að tryggja okkur úrslitaleik í Póllandi og við gerðum það sem við þurftum að gera," sagði Albert Guðmundsson eftir sigur Íslands gegn Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
Albert skoraði fyrra mark Íslands eftir laglega sendingu frá Ísak Bergmann Jóhannessyni inn á teiginn.
„Mér leið í augnablikinu eins og ég væri ekki fyrir innan. Svo þegar ég fékk boltann og var svona aleinn, fannst það skrítið, þá fagnaði ég ekki því ég hélt ég væri rangstæður. Það var galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí," sagði Albert.
Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn í úrslitaleik um umspilssæti á HM.
„Þegar við töpuðum síðast á móti þeim í fyrra var svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum í sumar. Við komum í hefndarhug," sagði Albert.
Athugasemdir























