Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 13. desember 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að Diljá hafi fundið sinn stað þegar hún fer til Svíþjóðar"
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers er markahæst í belgísku úrvalsdeildinni með tíu mörk í sex deildarleikjum. Hún er á sínu fyrsta tímabili með Leuven en hún hefur hjálpað liðinu að komast á toppinn í Belgíu.

Jafnframt því að spila vel með félagsliði sínu þá hefur Diljá leikið vel með landsliðinu en hún gerði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum gegn Wales.

Þessi mikli uppgangur var ekki auðsjáanlegur þegar hin 22 ára gamla Diljá lék hér á Íslandi. Hún er uppalin í FH en lék einnig með Stjörnunni og Val áður en hún fór erlendis, en náði ekki að finna taktinn almennilega áður en hún fór til Svíþjóðar þar sem hún spilaði með Häcken og Norrköping. Það virðist hafa hjálpað henni mikið að fara til Svíþjóðar.

„Kærastinn hennar er Valgeir Lunddal og hún fer með þegar hann fer til Svíþjóðar. Maður heyrði að hún ætlaði endilega ekkert að vera í fótbolta þannig séð. Hún fer í Häcken og finnur örugglega að hún getur kýlt á þetta. Hún hefur sýnt að hún hefur helling," sagði Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net á dögunum.

„Hún er markahæst í Belgíu. Hún er áræðin og gríðarlega vinnusöm, sem er alltaf jákvætt."

„Varnarvinnan hennar gegn Danmörku var til fyrirmyndar. Ég held að Diljá hafi fundið sinn stað þegar hún fer til Svíþjóðar. Hún þroskaðist mjög sem leikmaður," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í sama þætti. „Ég þjálfaði hana í Stjörnunni. Hún er góður sóknarmaður."
Á réttri leið eftir frækinn sigur í Danmörku
Athugasemdir
banner
banner
banner