Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   þri 14. janúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bruno Guimaraes orðaður við Arsenal
Forseti brasilíska félagsins Athletico Paranaense segir að Arsenal hafi áhuga á varnarmiðjumanninum Bruno Guimaraes.

Þessi 22 ára leikmaður hefur verið undir smásjánni hjá Arsenal í nokkurn tíma en Benfica vill einnig fá hann.

Forsetinn Mario Celso Petraglia segir að Benfica sé búið að gera tilboð en býst ekki við því að Arsenal muni gera tilboð fyrr en næsta sumar.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner