
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tekur saman af öllum helstu miðlum heims.
Newcastle hefur áhuga á hinum 25 ára gamla Ruben Neves miðjumanni Wolves en þessi Portúgali á 18 mánuði eftir af samningnum á Molineaux. (Mail)
Stjórn Chelsea styður algjörlega við bakið á Graham Potter og undirbýr brunaútsölu á leikmönnum ef úrslitin lagast ekki. (Telegraph)
Arsenal er bjartsýnt á að klára kaup á Mykhailo Mudryk, 22, fyrir 80 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk fyrir næstu helgi svo hann mun spila sinn fyrsta leik þá gegn Man Utd. (Times)
Chelsea gæti keypt franska framherjan Marcus Thuram fyrir litlar 10 milljónir evra þar sem samningur þessa 25 ára gamla leikmanns Gladbach rennur út næsta sumar. (Caught Offside)
Liverpool fundaði með forráðamönnum Sofyan Amrabat til að reyna sannfæra þennan miðjumann Fiorentina að ganga til liðs við félagið en þessi 26 ára gamli Marokkói vill frekar fara til Atletico Madrid. (Mirror)
Chelsea og Tottenham eru á eftir Leandro Trossard eftir að þessi belgíski vængmaður sendi frá sér yfirlýsingu og tilkynnti að hann vildi fara frá Brighton. (Football.London)
Mikill áhugi er frá miðausturlöndum, Asíu og Ameríku um kaup á Manchester United. Breski miljarðarmæringurinn Sir Jim Ratcliffe mun væntanlega einnig bjóða í félagið. (Telegraph)
Chelsea er í viðræðum við PSV um kaup á Noni Madueke u21 árs landsliðsmanni Englands. (Football.London)
Aston Villa er í viðræðum við Marseille um kaup á franska miðjumanninum Matteo Guendouzi, 23, liðið hefur boðið leikmann til skiptana. (Football Insider)
Everton og Wolves hafa áhuga á hinum 33 ára gamla Felipe Monteiro varnarmanni Atletico Madrid en þessi Brasilíumaður á hálft ár eftir af samningi sínum hjá spænska félaginu. (Mail)
Everton hefur einnig gert 20 milljón evra tilboð í Dango Ouattara, 20, framherja Lorient og landsliðs Burkína Fasó. (Ouest-France)
Wolvesvhefur náð samkomulagi við Flamengo um kaup á miðjumanninum Joao Gomes. (Fabrizio Romano)
Wolves er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Pablo Sarabia, 30, frá PSG. (Talksport)
Club Brugge hefur náð samkomulagi við Stoke um kaup á enska unglingalandsliðs markverðinum Josef Bursik, 22. (Telegraph)
Tottenham ætlar sér að næla í Pedro Porro, 23, frá Sporting Lisbon en þarf að selja annað hvort Matt Doherty eða Emerson Royal fyrst. (Standard)
Newcastle og Tottenham berjast um undirskrift Nicolo Zaniolo, 23, miðjumann Roma. (Calciomercato)
Burnley hefur áhuga á Jenson Seelt, 19 ára gömlum varnarmanni PSV og sænska varnarmanninum Hjalmar Ekdal, 23, frá Djurgardens. (Mail)
Scott McTominay miðjumaður Manchester United er ekki til sölu í janúar en Everton, Southampton, Leeds, West Ham og Leicester hafa sýn skoska landsliðsmanninum áhuga. (90min)
Frederic Guilbert, 28, bakvörður Aston Villa er við það að skrifa undir langtíma samning við Strasbourg þar sem hann var á láni á síðari hluta síðustu leiktíðar. (L'Equipe)