Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 09:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabriel Jesus líklega frá í marga mánuði
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, faðmar hér Gabriel Jesus.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, faðmar hér Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Það er óttast að Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, verði frá í marga mánuði eftir að hafa slitið krossband.

Meiðslin hafa ekki verið staðfest en óttast er að hann sé með slitið krossband.

Jesus á að fara í frekari skoðanir í dag.

Brasilíski sóknarmaðurinn fór af velli á börum þegar Arsenal tapaði gegn Manchester United í FA-bikarnum á dögunum. Jesus huldi andlit sitt, gríðarlega svekktur, þegar hann var borinn af velli.

Hann bætist við meiðslalista Arsenal þar sem meðal annars má finna Bukayo Saka sem verður frá þar til í mars. Þá eru Ethan Nwaneri, Takehiro Tomiyasu og Ben White meiddir.

Stuðningsmenn Arsenal vilja að félagið opni veskið í janúar og köll eftir því verða bara háværari eftir þessi meiðsli Jesus.
Athugasemdir
banner
banner