Það er óttast að Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, verði frá í marga mánuði eftir að hafa slitið krossband.
Meiðslin hafa ekki verið staðfest en óttast er að hann sé með slitið krossband.
Meiðslin hafa ekki verið staðfest en óttast er að hann sé með slitið krossband.
Jesus á að fara í frekari skoðanir í dag.
Brasilíski sóknarmaðurinn fór af velli á börum þegar Arsenal tapaði gegn Manchester United í FA-bikarnum á dögunum. Jesus huldi andlit sitt, gríðarlega svekktur, þegar hann var borinn af velli.
Hann bætist við meiðslalista Arsenal þar sem meðal annars má finna Bukayo Saka sem verður frá þar til í mars. Þá eru Ethan Nwaneri, Takehiro Tomiyasu og Ben White meiddir.
Stuðningsmenn Arsenal vilja að félagið opni veskið í janúar og köll eftir því verða bara háværari eftir þessi meiðsli Jesus.
Athugasemdir