Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er skilinn við eiginkonu sína eftir 30 ára samband. Spænskir fjölmiðlar segja að hann og Cristina Serra hafi slitið sambandi sínu.
Guardiola er 53 ára en hann giftist Serra í Barcelona árið 2014. Þau hittust árið 1994.
Þau hafa verið í fjarbúð í rúm fimm ára eftir að Serra fluttist aftur til Barcelona ásamt einni af þremur dætrum þeirra en Guardiola varð eftir í Manchester City. Þau eiga fjögur börn saman.
Guardiola er 53 ára en hann giftist Serra í Barcelona árið 2014. Þau hittust árið 1994.
Þau hafa verið í fjarbúð í rúm fimm ára eftir að Serra fluttist aftur til Barcelona ásamt einni af þremur dætrum þeirra en Guardiola varð eftir í Manchester City. Þau eiga fjögur börn saman.
Þrátt fyrir að Guardiola og Serra hafi búið í sitthvorri borginni hafa þau áfram verið saman og reglulega mynduð saman síðustu ár.
Spænskir fjölmiðlar segja að ákvörðunin um skilnaðinn hafi verið tekin í desember.
Athugasemdir