Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan kom til baka og sigraði í Como
Mynd: EPA
Como 1 - 2 Milan
1-0 Assane Diao ('60)
1-1 Theo Hernandez ('71)
1-2 Rafael Leao ('76)

Como tók á móti AC Milan í fyrri leik kvöldsins í ítalska boltanum og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn í liði Como, sem hefur verið að spila frábæran fótbolta undanfarnar vikur, voru sterkari aðilinn í upphafi síðari hálfleiks og tóku verðskuldaða forystu á 60. mínútu.

Assane Diao, sem var keyptur frá Real Betis á dögunum, skoraði markið eftir laglegt einstaklingsframtak en Maxence Caqueret, sem er nýkominn til Como frá franska stórveldinu Lyon, átti stoðsendinguna.

Milan svaraði þó fljótt fyrir sig. Leikmenn Como færðu sig aftar á völlinn og janfaði Theo Hernández metin með mjög furðulegu en engu að síður frábæru skoti í kjölfar hornspyrnu. Ótrúleg tækni ef Theo gerði þetta viljandi. Sjáðu markið.

Fimm mínútum síðar var Rafael Leao búinn að taka forystuna fyrir Milan eftir laglega stungusendingu frá Tammy Abraham, en vigtin á sendingunni var fullkomin.

Como reyndi að sækja sér jafntefli á lokamínútum leiksins og skapaði sér afar góða stöðu í uppbótartíma, en nýtti ekki tækifærið.

Milan er í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar eftir þennan sigur og hefur farið vel af stað undir Sergio Conceicao. Milan er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti, með 31 stig eftir 19 umferðir.

Como er með 19 stig eftir 20 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Liðið hefur þó verið að spila vel og með þessu áframhaldi munu lærisveinar Cesc Fábregas bjarga sér frá falli.
Athugasemdir
banner
banner