Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Mun ekki stýra neinu Red Bull liði
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir það ekki koma til greina að hann verði stjóri hjá einhverjum af Red Bull fótboltaliðunum

Klopp er orðinn yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en þar undir má finna félög á borð við RB Leipzig, Red Bull Salzburg og New York Red Bulls.

Klopp var spurður að því í dag hvort hann gæti tekið við stjórastarfinu hjá einhverju af þessum félögum.

„Nei. Ég verð ekki þjálfari hjá neinu af Red Bull liðunum. Það er alveg klárt. Ég veit ekki hvað ég verð að gera eftir fimm ár en verð ekki að stýra einhverju af Red Bull liðunum," segir Klopp sem er í ráðgjafahlutverki í starfi sínu.

Klopp var níu ár hjá Liverpool eftir að hafa stýrt Mainz og Borussia Dortmund í heimalandinu. Stuðningsmenn hans í Þýskalandi eru margir óánægðir með þá ákvörðun að ráða sig til Red Bull.

Leipzig, sem er undir Red Bull samsteypunni, er mjög umdeilt félag í Þýskalandi. Félög í Þýskalandi eru í meirihlutaeigu stuðningsmanna en Leipzig beygir framhjá þessum reglum og félagið er óvinsælt meðal almennra fótboltaáhugamanna í landinu. Með hjálp orkudrykkjarisans þá stökk félagið upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner