banner
   fös 14. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Sutton segir leikmenn Bournemouth vera „snjókorn"
Úr leik Sheffield United og Bournemouth.
Úr leik Sheffield United og Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton.
Chris Sutton.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, telur leikmenn Bournemouth vera alltof viðkvæma.

Dan Gosling, leikmaður Bournemouth, var ekki sáttur með ummæli sem Jon Moss, dómari, lét falla í leik Bournemouth og Sheffield United um síðustu helgi.

Skoðuð var upptaka af míkrafón sem Moss var með í leiknum og þar á að hafa komið í ljós að hann hafi skotið á Bournemouth fyrir að vera á fallsvæðinu.

Enska úrvalsdeildin stendur við bakið á Moss.

Sutton ritar stuttan en hnitmiðaðan pistil fyrir Daily Mail. Í honum eru skilaboð til leikmanna Bournemouth. „Það að Bournemouth skuli kvarta út af ummælum Jon Moss gerir þá að engu öðru en snjókornum," segir Sutton.

Það tíðkast í Bretlandi að kalla þá sem þykja mjög viðkvæmir eða móðgast auðveldlega snjókorn (e. snowflake).

„Mega dómarar ekkert segja? Þurfa þeir bara að taka við öllu án þess að segja eitthvað til baka?"

„Ég skal segja ykkur sögu. Þann 31. október 2009 var ég þjálfari hjá Lincoln og við vorum 3-0 undir gegn Morecambe. Ég hraunaði yfir línuvörð sem dæmdi rangstöðu. Ég er að segja sannleikann, hann svaraði mér: 'Kannski er ég ömurlegur línuvörður, en ég er ekki eins ömurlegur og liðið þitt'."

„Ég fór aftur í varamannaskýlið og hló inn í mér. Hann hafði rétt fyrir sér."

Sutton segir að Bournemouth eigi frekar að einbeita sér að halda sér í ensku úrvalsdeildinni en að pirra sig á ummælum dómara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner