Arne Slot, stjóri Liverpool, fer að öllum líkindum í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald eftir leik Everton og Liverpool á miðvikudag. Úrvalsdeildin gaf út að hann væri á leið í tveggja leikja bann en spjaldið gegn Everton er í skoðun og möguleiki að bannið breytist.
„Þetta er í ferli núna og við verðum að virða það. Svo ég get ekki farið í smáatriði," sagði Slot á fréttamannafundi í dag en framundan er leikur gegn Wolves.
„Þetta er í ferli núna og við verðum að virða það. Svo ég get ekki farið í smáatriði," sagði Slot á fréttamannafundi í dag en framundan er leikur gegn Wolves.
Á heimasíðu úrvalsdeildarinnar var tekið fram að Slot hafi notað móðgandi eða ógnandi orðalag við dómarann Michael Oliver.
En var rauða spjaldið tengt handabandinu eða því sem hann sagði?
„Það gerðist mikið í uppbótartímanum og ég missti stjórn á tilfinningunum. Ég hefði viljað gera þetta öðruvísi ef ég fengi tækifæri til. Ég vona að ég geri þetta öðruvísi næst líka. En það sem gerðist og hvað var sagt, þá er þetta í ferli og ég vil ekki trufla það," sagði Slot.
Everton jafnaði leikinn með marki í lok uppbótartímans og svo lenti leikmönnum liðanna saman eftir lokaflautið.
Leikur Liverpool og Wolves fer fram á heimavelli Liverpool og hefst klukkan 14:00 á sunnudag.
Athugasemdir