Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. mars 2023 08:58
Ívan Guðjón Baldursson
Jimenez átti að fá vítaspyrnu gegn Newcastle
Richarlison var rangstæður
Mynd: Heimasíða Wolves
Mynd: EPA

Raul Jimenez og félagar í Wolves töpuðu 2-1 á útivelli gegn Newcastle um helgina en úrslitin hefðu getað orðið önnur með réttri dómgæslu.


Dermot Gallagher, fyrrum úrvalsdeildardómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, segir Andy Madley dómara leiksins hafa gert mistök þegar hann dæmdi ekki vítaspyrnu á Nick Pope, sem tók Jimenez niður innan vítateigs.

Það voru margir sem kölluðu eftir vítaspyrnu og rauðu spjaldi en Gallagher telur að vítaspyrnan hefði nægt miðað við aðstæður, þar sem boltinn var kominn í burtu frá Jimenez þegar brotið var á honum.

„Að mínu mati er þetta vítaspyrna. Pope misreiknaði boltann og þess vegna náði Jimenez honum á undan, en í kjölfarið af því er Pope í hlaupaleið Jimenez sem fellur og á að fá vítaspyrnu," segir Gallagher, sem er svo spurður hvort þetta eigi þá að vera rautt spjald í leiðinni. 

„Þá þarf að skoða staðsetningu boltans og hvaða stöðu Jimenez hefði komist í án þess að rekast í Pope. Að mínu mati er þetta bara vítaspyrna."

Tottenham lagði Nottingham Forest að velli 3-1 þar sem Harry Kane og Son Heung-min skoruðu mörkin. Richarlison var þó fyrstur til að koma boltanum í netið, strax á fjórðu mínútu, en ekki dæmt mark. Stuðningsmenn Tottenham voru ósáttir með rangstöðulínurnar sem VAR teymið teiknaði en Gallagher útskýrir að línurnar séu réttar og að þetta hafi verið rétt ákvörðun.

„Línurnar eru teiknaðar frá þeim líkamsparti leikmanna sem er næstur markinu og því ekki endilega sami líkamspartur allra sem gildir. Þetta eru réttar línur og ekki hægt að neita að þetta hafi verið rangstaða."


Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Athugasemdir
banner
banner
banner