Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 13:22
Elvar Geir Magnússon
Heimir vill leysa deilumál yfir bjórkrús
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: EPA
Damien Duff stýrir Shelbourne.
Damien Duff stýrir Shelbourne.
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, vill hitta kollega sína Stephen Bradley og Damien Duff yfir bjórkrús og laga þá togstreitu sem hefur myndast.

Bradley og Duff, sem stýra írsku liðunum Shamrock Rovers og Shelbourne, reiddust og létu mikið í sér heyra þegar Heimir virtist gefa til kynna í viðtali að írskir leikmenn þyrftu að fara úr deildinni heima til að eiga möguleika á að komast í landsliðið.

Heimir segir hinsvegar að það hafi ekki verið það sem hann meinti.

„Fjölmiðlar teikna þetta upp þannig að það séu deilur milli okkar. Það á ekki að vera þannig því ef landsliðið gerir vel þá hagnast það írsku deildinni og öfugt. Við erum allir að róa í sömu átt," segir Heimir.

„Við þurfum að leysa úr þessari togstreitu og vinna saman í átt að framtíðinni. Ég tel að við getum unnið saman. Það rétta væri að ræða málin og leysa úr þessu. Vonandi getum við sest niður með kaffibolla eða bjórkrús og spjallað."

„Ef fólk túlkaði orð mín þannig að leikmenn þyrftu að fara úr írsku deildinni til að komast í landsliðið var það alls ekki það sem ég meinti. Enskan mín er ekki fullkomin en ég biðst afsökunar ef ég orðaði þetta rangt. Ég ætlaði ekki á neinn hátt að sýna írsku deildinni óvirðingu," segir Heimir.

„Ef þið skoðið fyrri störf mín sem landsliðsþjálfari þá tók ég reglulega leikmenn úr deildinni á Íslandi og Jamaíku. Ég tek reglulega inn leikmenn úr deildunum til að hrista upp í hlutunum og sýna deildinni virðingu, Sérstaklega þegar lið eru að gera góða hluti eins og Shamrock Rovers."

Heimir opinberaði í gær landsliðshóp fyrir leiki gegn Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar sem fram fara þann 20. og 23. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner