Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 14. mars 2025 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U17 stelpurnar töpuðu lokaleiknum og féllu
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ
Kvennalandsliðið tapaði síðasta leiknum sínum í seinni umferðinni í undankeppni EM 2025.

Liðið mætti Úkraínu og tapaði 2-1. Leikirnir fóru fram á Pinatar á Spáni en liðið tapaði öllum þrem leikjum sínum. Ísland mætti einnig Spáni og Belgíu.

Fanney Lísa Jóhannesdóttir, leikmaður Stjörnunnar, skoraði mark íslands með glæsilegu skoti í fyrri hálfleik. Úkraína jafnaði metin eftir klukkutíma leik en sigurmarkið kom undir lokin.

Ísland endaði í fjórða og síðasta sæti riðilsins og mun spila í B-deild í undankeppni EM 2026.


Athugasemdir
banner