Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild - „Virkilega spennandi strákur"
Fæddur árið 2009.
Fæddur árið 2009.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir sinn fyrsta samning í vetur.
Skrifaði undir sinn fyrsta samning í vetur.
Mynd: Víkingur R.
Í gærkvöld lék Þorri Ingólfsson sínar fyrstu mínútur í efstu deild þegar hann kom inn á í lið Víkings gegn KA á Víkingsvelli. Þorri er fæddur árið 2009, er unglingalandsliðsmaður og skoraði mark í stórsigri Víkings gegn Keflavík á undirbúningstímabilinu.

Honum var skipt inn á völlinn á 81. mínútu í gær og fékk því rúmar tíu mínútur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var í viðtali eftir leikinn spurður út í Þorra.

„Þorri er geggjaður, frábær leikmaður og ég er búinn að fylgjast með honum núna í mjög langan tíma. Hann er einu ári eldri en strákurinn minn þannig ég er búinn að horfa mikið á hann og er líka búinn að vera með hann í afreksþjálfun í Víkinni. Þetta er virkilega spennandi strákur og leggur rosalega mikið á sig til þess að verða betri. Það er svo sannarlega að sýna sig hjá honum núna," sagði Sölvi.

Víkingur er á toppi deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki í Bestu deildinni. Næsti leikur Víkings verður á fimmtudag þegar liðið heimsækir ÍBV í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Athugasemdir
banner
banner