Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 14. maí 2021 23:26
Brynjar Óli Ágústsson
Gústi Gylfa: Sköpuðum ekki nógu mikið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta tapaði á móti sterku Fjölnisliði á Extra-vellinum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en mark Valdimars Inga tryggði Fjölnis sigurinn. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Gróttu, var svekktur eftir leikinn, en sá samt mikið gott fyrir næstu leiki framundan.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Grótta

''Erfiður leikur, það var rigning og völlurinn þungur fyrir bæði lið og erfitt að hemja boltann. Við lögðum allt í leikinn, en við vorum aðeins eftir á fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik og smá í seinni hálfleik líka.'' segir Gústi Þór eftir tap á móti Fjölnir.

„Við sköpuðum okkur ekki mikið, þeir voru þéttir fyrir og lögðust svoldið lágt Fjölnis mennirnir og gáfu okkur lítil færi. Þeir beyttu skyndisóknum á okkur og sköpuðu sér eitthver færi og úr því eitt kom mark frá þeim,''

„Við lögðum allt í leikinn. Svekkjandi tap klárlega, en við höldum bara áfram, þetta er bara einn leikur.'' segir Gústi

Sóknamenn Gróttu sköpuðu sér fá færi í leiknum gegn Fjölnir.

„Þeir lögðust lágt niðri og við bjuggumst ekkert endilega við því. Þeir vörðust vel og lokuðu bara vel svæðið á okkar sóknamenn. Við hefðum kannski átt að fara meira á vængina og reyna tvöfalda þá þar, en við náðum því ekki.''

Gústi var spurður hvort Grótta stefna á því að komast upp aftur í Pepsi Max deildinna.

„Við stefnum á að vera í baráttu í toppnum og þetta var smá bakslag í þvi en það eru nógu leikir eftir.'' segir Gústi

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner