lau 14. maí 2022 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: Selfoss á toppnum
Brenna Lovera.
Brenna Lovera.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 0 - 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('75 , víti)
Lestu um leikinn

Selfyssingar gerðu góða ferð á Akureyri í dag. Lið Selfoss er á toppnum í Bestu deild-kvenna.

Þetta var hörkuleikur. Staðan var markalaus í hálfleik en Selfyssingar mættu af krafti í seinni hálfleik. Það skilaði sér að lokum því Selfoss fékk víti á 74. mínútu.

„Harpa í réttu horni en skotið fast og Selfyssingar komnir með forystu," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Brenna Lovera skoraði úr vítaspyrnunni.

Selfoss gerði vel eftir markið og landaði sigrinum nokkuð þægilega. Lokatölur 0-1 fyrir Selfyssinga.

Björn Sigurbjörnsson er að fara frábærlega vel af stað sem þjálfari Selfoss því hans lið er á toppnum með tíu stig eftir fjóra leiki. Þór/KA er í sjötta sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner