Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 14. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Valur klárlega eiga það skilið að vinna þennan leik en eins marks sigur hefði kannski gefið réttari mynd af því sem var að gerast. Mér fannst þær ekki skapa mikið af færum og fannst eins og í fyrri hálfleik við skapa jafn mikið af færum ef ekki aðeins fleiri.“
Sagði Halldór Jón Sigurðsson oftast kallaður Donni þjálfari Tindastóls um leikinn eftir 3-1 tap Tindastóls gegn Val á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma fyrri hálfleiks og voru á tímabili jafnvel líklegra liðið á vellinum til að bæta við. Allt kom þó fyrir ekki og áður en flautað var til hálfleiks hafði Valur snúið taflinu við. Hvernig horfði það við Donna?

„Í öllum leikjum þarftu að þjást eitthvað. Liggur í vörn og ert að verjast. Svo færðu boltann og sækir o.s.frv. Mér fannst á þessum kafla við ná að tengja nokkrar sendingar og halda bolta í smástund og búa til þessar stöður. Svo voru bara of fáar þannig stundir. Valsliðið er bara hörkugott og skora hérna frábær mörk Spila í rauninni bara framhjá okkur og lítið við því að gera annað en að dást að og læra mögulega af."

Næsti deildarleikur Tindastóls er gegn Þór/KA eftir rúmlega vikutíma. Í millitíðinni á liðið þó leik í Mjólkurbikarnum einnig gegn Þór/KA um næstkomandi helgi. Hvernig leggst verkefnið í Donna?

„Það verður bara gaman, Þór/KA er auðvitað bara geggjað lið og lang þriðja besta liðið. Það verður spennandi viðureign á móti hörkuliði einhversstaðar á norðurlandi, á Dalvík líklegast. Það verður bara hörkuviðureign sem við ætlum að mæta klár í.“

Sagði Donni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner