Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 14. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Valur klárlega eiga það skilið að vinna þennan leik en eins marks sigur hefði kannski gefið réttari mynd af því sem var að gerast. Mér fannst þær ekki skapa mikið af færum og fannst eins og í fyrri hálfleik við skapa jafn mikið af færum ef ekki aðeins fleiri.“
Sagði Halldór Jón Sigurðsson oftast kallaður Donni þjálfari Tindastóls um leikinn eftir 3-1 tap Tindastóls gegn Val á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma fyrri hálfleiks og voru á tímabili jafnvel líklegra liðið á vellinum til að bæta við. Allt kom þó fyrir ekki og áður en flautað var til hálfleiks hafði Valur snúið taflinu við. Hvernig horfði það við Donna?

„Í öllum leikjum þarftu að þjást eitthvað. Liggur í vörn og ert að verjast. Svo færðu boltann og sækir o.s.frv. Mér fannst á þessum kafla við ná að tengja nokkrar sendingar og halda bolta í smástund og búa til þessar stöður. Svo voru bara of fáar þannig stundir. Valsliðið er bara hörkugott og skora hérna frábær mörk Spila í rauninni bara framhjá okkur og lítið við því að gera annað en að dást að og læra mögulega af."

Næsti deildarleikur Tindastóls er gegn Þór/KA eftir rúmlega vikutíma. Í millitíðinni á liðið þó leik í Mjólkurbikarnum einnig gegn Þór/KA um næstkomandi helgi. Hvernig leggst verkefnið í Donna?

„Það verður bara gaman, Þór/KA er auðvitað bara geggjað lið og lang þriðja besta liðið. Það verður spennandi viðureign á móti hörkuliði einhversstaðar á norðurlandi, á Dalvík líklegast. Það verður bara hörkuviðureign sem við ætlum að mæta klár í.“

Sagði Donni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner