Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   þri 14. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Valur klárlega eiga það skilið að vinna þennan leik en eins marks sigur hefði kannski gefið réttari mynd af því sem var að gerast. Mér fannst þær ekki skapa mikið af færum og fannst eins og í fyrri hálfleik við skapa jafn mikið af færum ef ekki aðeins fleiri.“
Sagði Halldór Jón Sigurðsson oftast kallaður Donni þjálfari Tindastóls um leikinn eftir 3-1 tap Tindastóls gegn Val á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma fyrri hálfleiks og voru á tímabili jafnvel líklegra liðið á vellinum til að bæta við. Allt kom þó fyrir ekki og áður en flautað var til hálfleiks hafði Valur snúið taflinu við. Hvernig horfði það við Donna?

„Í öllum leikjum þarftu að þjást eitthvað. Liggur í vörn og ert að verjast. Svo færðu boltann og sækir o.s.frv. Mér fannst á þessum kafla við ná að tengja nokkrar sendingar og halda bolta í smástund og búa til þessar stöður. Svo voru bara of fáar þannig stundir. Valsliðið er bara hörkugott og skora hérna frábær mörk Spila í rauninni bara framhjá okkur og lítið við því að gera annað en að dást að og læra mögulega af."

Næsti deildarleikur Tindastóls er gegn Þór/KA eftir rúmlega vikutíma. Í millitíðinni á liðið þó leik í Mjólkurbikarnum einnig gegn Þór/KA um næstkomandi helgi. Hvernig leggst verkefnið í Donna?

„Það verður bara gaman, Þór/KA er auðvitað bara geggjað lið og lang þriðja besta liðið. Það verður spennandi viðureign á móti hörkuliði einhversstaðar á norðurlandi, á Dalvík líklegast. Það verður bara hörkuviðureign sem við ætlum að mæta klár í.“

Sagði Donni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner