Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 14. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Valur klárlega eiga það skilið að vinna þennan leik en eins marks sigur hefði kannski gefið réttari mynd af því sem var að gerast. Mér fannst þær ekki skapa mikið af færum og fannst eins og í fyrri hálfleik við skapa jafn mikið af færum ef ekki aðeins fleiri.“
Sagði Halldór Jón Sigurðsson oftast kallaður Donni þjálfari Tindastóls um leikinn eftir 3-1 tap Tindastóls gegn Val á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma fyrri hálfleiks og voru á tímabili jafnvel líklegra liðið á vellinum til að bæta við. Allt kom þó fyrir ekki og áður en flautað var til hálfleiks hafði Valur snúið taflinu við. Hvernig horfði það við Donna?

„Í öllum leikjum þarftu að þjást eitthvað. Liggur í vörn og ert að verjast. Svo færðu boltann og sækir o.s.frv. Mér fannst á þessum kafla við ná að tengja nokkrar sendingar og halda bolta í smástund og búa til þessar stöður. Svo voru bara of fáar þannig stundir. Valsliðið er bara hörkugott og skora hérna frábær mörk Spila í rauninni bara framhjá okkur og lítið við því að gera annað en að dást að og læra mögulega af."

Næsti deildarleikur Tindastóls er gegn Þór/KA eftir rúmlega vikutíma. Í millitíðinni á liðið þó leik í Mjólkurbikarnum einnig gegn Þór/KA um næstkomandi helgi. Hvernig leggst verkefnið í Donna?

„Það verður bara gaman, Þór/KA er auðvitað bara geggjað lið og lang þriðja besta liðið. Það verður spennandi viðureign á móti hörkuliði einhversstaðar á norðurlandi, á Dalvík líklegast. Það verður bara hörkuviðureign sem við ætlum að mæta klár í.“

Sagði Donni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner