Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. maí 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Valur klárlega eiga það skilið að vinna þennan leik en eins marks sigur hefði kannski gefið réttari mynd af því sem var að gerast. Mér fannst þær ekki skapa mikið af færum og fannst eins og í fyrri hálfleik við skapa jafn mikið af færum ef ekki aðeins fleiri.“
Sagði Halldór Jón Sigurðsson oftast kallaður Donni þjálfari Tindastóls um leikinn eftir 3-1 tap Tindastóls gegn Val á N1 vellinum að Hlíðarenda fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Tindastóll

Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma fyrri hálfleiks og voru á tímabili jafnvel líklegra liðið á vellinum til að bæta við. Allt kom þó fyrir ekki og áður en flautað var til hálfleiks hafði Valur snúið taflinu við. Hvernig horfði það við Donna?

„Í öllum leikjum þarftu að þjást eitthvað. Liggur í vörn og ert að verjast. Svo færðu boltann og sækir o.s.frv. Mér fannst á þessum kafla við ná að tengja nokkrar sendingar og halda bolta í smástund og búa til þessar stöður. Svo voru bara of fáar þannig stundir. Valsliðið er bara hörkugott og skora hérna frábær mörk Spila í rauninni bara framhjá okkur og lítið við því að gera annað en að dást að og læra mögulega af."

Næsti deildarleikur Tindastóls er gegn Þór/KA eftir rúmlega vikutíma. Í millitíðinni á liðið þó leik í Mjólkurbikarnum einnig gegn Þór/KA um næstkomandi helgi. Hvernig leggst verkefnið í Donna?

„Það verður bara gaman, Þór/KA er auðvitað bara geggjað lið og lang þriðja besta liðið. Það verður spennandi viðureign á móti hörkuliði einhversstaðar á norðurlandi, á Dalvík líklegast. Það verður bara hörkuviðureign sem við ætlum að mæta klár í.“

Sagði Donni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir