„Mér fannst heildarbragurinn á okkur ekkert hræðilegur en fannst KR liðið ofboðslega öflugt og sterkt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 0 - 2 tap gegn KR í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 KR
„Við vorum öflugir þegar við komum inn í leikinn og leit út eins og við værum 100% til í þetta en markið slær okkur út af laginu og við vorum alltof lengi að hrissta það af okkur. Svo náðum við kafla í lok fyrri hálfleiks og ætluðum að að tengja við það í byrjun seinni."
Við litum aftur eins og við værum tilbúnir í baráttuna en þá fáum við aftur mark á okkur og það sló okkur að einhverju leiti. Eftir það fannst mér KR öflugir og lykilmenn hjá þeim voru frábærir á meðan lykilmenn hjá okkur áttu mikinn off dag."
En var KR liðið besta lið sem Leiknir hefur mætt í sumar? „Frammistaðan hjá þeim í þessum leik er það besta sem ég hef séð, ákefðin og gæðin og þeir náðu að gera okkur virkilega erfitt fyrir."
Nánar er rætt við Sigga í sjónvarpinu hér að ofan. Hann ítrekaði þá að lykilmenn hafi brugðist liðinu. „Þegar of margir leikmenn af þessum 11 eru off þá kemur ekki takturinn. Mér fannst heildarbragurinn ágætur en nokkrir leikmenn brugðust okkur í dag. Þeir koma 100% mikið sterkari í næsta leik."
Athugasemdir