Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   þri 14. júní 2022 22:22
Brynjar Óli Ágústsson
Alexander Aron: Mótið er til 1. október
Kvenaboltinn
<b>Alexander Aron</b>
Alexander Aron
Mynd: Raggi Óla
„Leikurinn fannst mér mjög góður,'' sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap á heimavelli gegn ÍBV í níundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 ÍBV

„Við vorum eiginlega með yfirburði í þessum leik en við bara nýttum ekki færin okkar og þau voru alveg mörg. Svona er þetta bara í fótbolta, maður nýtir ekki færin og þá færðu stundum mark í bakið, það gerðist í dag.''

„Við höfum skorað í öllum leikjum fyrir utan KR og í þessum leik núna, en í báðum þessum leikjum og flestum leikjum í sumar erum við að koma okkur í alveg mjög góða stöðu fyrir framan markið.''

Afturelding breytti um markvörð fyrir þennan leik, Auður Scheving byrjaði leikinn á meðan Eva Ýr Helgadóttir var sett á bekkinn.

„Eva er búin að vera tæp og Auður er að koma úr láni frá Val. Staðan er þannig að við ætlum að hvíla Evu aðeins lengur.''

Afturelding er bara með þrjú stig á botni deildarinnar.

„Mótið er til 1. október og það skiptir engu máli hvort þú endar í þriðja sæti eða áttunda sæti, það gefur það sama. Fyrir mér er það bara þannig að við keyrum á þetta þangað til 1. október, þá er mótið búið hjá öllum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner