Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. júní 2022 22:22
Brynjar Óli Ágústsson
Alexander Aron: Mótið er til 1. október
Kvenaboltinn
<b>Alexander Aron</b>
Alexander Aron
Mynd: Raggi Óla
„Leikurinn fannst mér mjög góður,'' sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 0-1 tap á heimavelli gegn ÍBV í níundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 ÍBV

„Við vorum eiginlega með yfirburði í þessum leik en við bara nýttum ekki færin okkar og þau voru alveg mörg. Svona er þetta bara í fótbolta, maður nýtir ekki færin og þá færðu stundum mark í bakið, það gerðist í dag.''

„Við höfum skorað í öllum leikjum fyrir utan KR og í þessum leik núna, en í báðum þessum leikjum og flestum leikjum í sumar erum við að koma okkur í alveg mjög góða stöðu fyrir framan markið.''

Afturelding breytti um markvörð fyrir þennan leik, Auður Scheving byrjaði leikinn á meðan Eva Ýr Helgadóttir var sett á bekkinn.

„Eva er búin að vera tæp og Auður er að koma úr láni frá Val. Staðan er þannig að við ætlum að hvíla Evu aðeins lengur.''

Afturelding er bara með þrjú stig á botni deildarinnar.

„Mótið er til 1. október og það skiptir engu máli hvort þú endar í þriðja sæti eða áttunda sæti, það gefur það sama. Fyrir mér er það bara þannig að við keyrum á þetta þangað til 1. október, þá er mótið búið hjá öllum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir