Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júní 2022 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: Fullkomið fyrir topplið Vals
Anna Rakel gerði sigurmarkið á Selfossi.
Anna Rakel gerði sigurmarkið á Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann stórgóðan sigur á heimavelli.
Keflavík vann stórgóðan sigur á heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar kvenna með gríðarlega sterkum útisigri gegn Selfossi.

Á sama tíma tapaði liðið sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir umferðina, Stjarnan.

Valur fór á Selfoss og mætti þar liðið sem hefur spilað mjög vel í sumar. Selfyssingar eru líka með landsliðskonuna Sif Atladóttur í vörninni og var þetta aldrei að fara að vera auðvelt fyrir efsta lið deildarinnar.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 20 mínútur og var þar að verki Anna Rakel Pétursdóttir. „Langur bolti fram frá Ásdísi og Áslaug fer í boltann en hann skoppar af Önnu sem á fallegt skot rétt á vítateigslínunni sem fer í slánna og inn," skrifaði Logi Freyr Gissurason þegar Anna Rakel skoraði. Þetta er fyrsta markið sem hún gerir í sumar.

Valur var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Selfoss í þeim seinni, en fleiri voru mörkin ekki og lokatölur því 0-1. Valur er þessa stundina með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, en Selfoss er í sjötta sæti með 14 stig.

Stórkostlegur sigur fyrir Keflavík
Á sama tíma vann Keflavík frábæran sigur gegn Stjörnunni á heimavelli sínum.

Keflvíkingar höfðu tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum fyrir þennan leik í kvöld, en þær mættu af krafti gegn Stjörnunni og gerðu sitt afskaplega vel. Í byrjun seinni hálfleiks kom eina mark leiksins.

„Hornspyrnan tekin inn á markteiginn, dettur þar niður dauður í teignum og Elín fljótust að átta sig. Setur boltann af stuttu færi í netið á milli fóta tveggja varnarmanna," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Elín Helena Karlsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, en hún er á láni frá Breiðabliki.

Stjörnukonur reyndu hvað þær gátu að jafna, en Keflavík er með einn besta markvörð deildarinnar - ef ekki þann besta - og reyndist hún Samantha Leshnak Murphy þeim erfið. Lokatölur 1-0 fyrir Keflavík sem vinnur sætan sigur.

Þetta er fyrsti sigur Keflavíkur frá því í annarri umferð og eru þær núna með tíu stig í sjöunda sæti. Stjarnan hefði getað minnkað forskot Vals aftur í þrjú stig með sigri, en eru þess í stað með 16 stig í þriðja sæti, sex stigum frá toppnum.

Stjarnan verður líklega í fjórða sæti þegar leikur Breiðabliks og Þróttar er á enda, en hann er núna í gangi.

Keflavík 1 - 0 Stjarnan
1-0 Elín Helena Karlsdóttir ('47 )
Lestu um leikinn

Selfoss 0 - 1 Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('20 )
Lestu um leikinn

Önnur úrslit:
Besta deild-kvenna: ÍBV í öðru sæti eftir nauman útisigur
Besta deild-kvenna: Botnliðið sýndi karakter fyrir norðan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner