Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 14. júní 2022 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru með einn mest spennandi leikmann landsins í sínu liði
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson er búinn að eiga ansi góðar vikur að undanförnu.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er búinn að vera stórkostlegur með Stjörnunni og frammistaða hans varð til þess að hann var valinn í U21 landsliðið. Þar var hann stórkostlegur í þremur leikjum í undankeppni EM.

„Það er gleði í kringum Garðbæinga," sagði Elvar Geir Magnússon þegar rætt var um Bestu deildina í Innkastinu í dag.

„Þeir eru líka með einn mest spennandi leikmanninn á landinu í sínu liði í dag," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Óli Valur (Ómarsson) er búinn að fara af stað með himinskautum í Bestu deildinni og svo tók hann þennan U21 glugga með því að vera einn af þremur bestu leikmönnunum í liðinu innan um stjörnur. Hann var geggjaður."

„Hann hlýtur að koma á flugi í næsta þriðjung Bestu deildarinnar," sagði Tómas en Stjarnan á leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á fimmtudaginn.

„Við hófum hann nánast upp til skýjanna í útvarpsþættinum og sögðum að þetta væri leikmaður sem ætti að fylgjast með. Ég vona að fólk hafi hlýtt okkur," sagði Elvar en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Innkastið - Landsliðið kvatt og Besta deildin boðin velkomin
Athugasemdir
banner
banner
banner