Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júní 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fæddist í flóttamannabúðum í Kenía en er á leið með Ástralíu á HM
Awer Mabil í landsliðstreyju Ástralíu.
Awer Mabil í landsliðstreyju Ástralíu.
Mynd: EPA
Awer Mabil skoraði fyrir Ástralíu í bráðabana í vítakeppni gegn Perú í gær og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti á HM.

Mabil er 26 ára og skoraði úr sjöttu vítaspyrnu Ástralíu áður en hann horfði á markvörðinn Andrew Redmayne verja á hetjulegan hátt.

Ástralía tekur þátt í HM í fimmta sinn í röð.

„Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar," segir Mabil sem fæddist í flóttamannabúðum í Kenía eftir að foreldrar hans flúðu átök í Súdan.

Sem barn fékk hann eina máltíð á dag og sparkaði í bolta til að láta sér ekki leiðast. Fjölskyldan fór svo til Ástralíu 2006 og þar þróaðist hann sem fótboltamaður, gekk í raðir Adelaide United sem táningur og fór þaðan til Midtjylland í Danmörku.

Hann spilar sem stendur á lánssamningi með Kasimpasa í Tyrklandi.

„Ég fæddist í litlum kofa. Hótelherbergið mitt er stærra en kofinn þar sem fjölskyldan bjó í flóttamannabúðum. Líf mitt og fjölskyldunnar breyttist þegar Ástralía tók á móti okkur," segir Mabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner