Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   þri 14. júní 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð hérna í rjómablíðunni sem var hérna í dag. Þetta er búið að vera erfitt úrslitalega séð en við höfum verið inní öllum leikjum og eini leikurinn sem við höfum tapað illa er gegn Val. Leikurinn í dag byrjaði ekkert ofboðslega vel og mér leist ekkert á þetta í byrjun en við gerðum svo smá áherslu breytingar og krafturinn, dugnaðurinn og vinnusemin í stelpunum var til þvílíkrar fyrirmyndar.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld sem var fyrsti sigur Keflavíkur síðan 4.maí.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkur hvort heldur sem er tímabilið í fyrra eða nú í ár. Það er þó hægt að merkja ákveðnar breytingar á leik liðsins sem er farið að freista þess að sækja á fleiri leikmönnum og jafnvel taka fleiri sénsa en var í upphafi móts.

„Við byrjuðum mótið á því að liggja mjög aftarlega og þá var sóknarleikurinn mjög máttlaus. Í síðustu leikjum höfum við verið að fara hærra á völlinn með allt liðið.“

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur fyrir aftan varnarlínuna og hefur bandaríkjakonan stimplað sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner