Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 14. júní 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð hérna í rjómablíðunni sem var hérna í dag. Þetta er búið að vera erfitt úrslitalega séð en við höfum verið inní öllum leikjum og eini leikurinn sem við höfum tapað illa er gegn Val. Leikurinn í dag byrjaði ekkert ofboðslega vel og mér leist ekkert á þetta í byrjun en við gerðum svo smá áherslu breytingar og krafturinn, dugnaðurinn og vinnusemin í stelpunum var til þvílíkrar fyrirmyndar.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld sem var fyrsti sigur Keflavíkur síðan 4.maí.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkur hvort heldur sem er tímabilið í fyrra eða nú í ár. Það er þó hægt að merkja ákveðnar breytingar á leik liðsins sem er farið að freista þess að sækja á fleiri leikmönnum og jafnvel taka fleiri sénsa en var í upphafi móts.

„Við byrjuðum mótið á því að liggja mjög aftarlega og þá var sóknarleikurinn mjög máttlaus. Í síðustu leikjum höfum við verið að fara hærra á völlinn með allt liðið.“

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur fyrir aftan varnarlínuna og hefur bandaríkjakonan stimplað sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner