Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 14. júní 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð hérna í rjómablíðunni sem var hérna í dag. Þetta er búið að vera erfitt úrslitalega séð en við höfum verið inní öllum leikjum og eini leikurinn sem við höfum tapað illa er gegn Val. Leikurinn í dag byrjaði ekkert ofboðslega vel og mér leist ekkert á þetta í byrjun en við gerðum svo smá áherslu breytingar og krafturinn, dugnaðurinn og vinnusemin í stelpunum var til þvílíkrar fyrirmyndar.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld sem var fyrsti sigur Keflavíkur síðan 4.maí.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkur hvort heldur sem er tímabilið í fyrra eða nú í ár. Það er þó hægt að merkja ákveðnar breytingar á leik liðsins sem er farið að freista þess að sækja á fleiri leikmönnum og jafnvel taka fleiri sénsa en var í upphafi móts.

„Við byrjuðum mótið á því að liggja mjög aftarlega og þá var sóknarleikurinn mjög máttlaus. Í síðustu leikjum höfum við verið að fara hærra á völlinn með allt liðið.“

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur fyrir aftan varnarlínuna og hefur bandaríkjakonan stimplað sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner