Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. júní 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð hérna í rjómablíðunni sem var hérna í dag. Þetta er búið að vera erfitt úrslitalega séð en við höfum verið inní öllum leikjum og eini leikurinn sem við höfum tapað illa er gegn Val. Leikurinn í dag byrjaði ekkert ofboðslega vel og mér leist ekkert á þetta í byrjun en við gerðum svo smá áherslu breytingar og krafturinn, dugnaðurinn og vinnusemin í stelpunum var til þvílíkrar fyrirmyndar.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld sem var fyrsti sigur Keflavíkur síðan 4.maí.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkur hvort heldur sem er tímabilið í fyrra eða nú í ár. Það er þó hægt að merkja ákveðnar breytingar á leik liðsins sem er farið að freista þess að sækja á fleiri leikmönnum og jafnvel taka fleiri sénsa en var í upphafi móts.

„Við byrjuðum mótið á því að liggja mjög aftarlega og þá var sóknarleikurinn mjög máttlaus. Í síðustu leikjum höfum við verið að fara hærra á völlinn með allt liðið.“

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur fyrir aftan varnarlínuna og hefur bandaríkjakonan stimplað sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner