Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   þri 14. júní 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Það fer ekkert um mann þá
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð hérna í rjómablíðunni sem var hérna í dag. Þetta er búið að vera erfitt úrslitalega séð en við höfum verið inní öllum leikjum og eini leikurinn sem við höfum tapað illa er gegn Val. Leikurinn í dag byrjaði ekkert ofboðslega vel og mér leist ekkert á þetta í byrjun en við gerðum svo smá áherslu breytingar og krafturinn, dugnaðurinn og vinnusemin í stelpunum var til þvílíkrar fyrirmyndar.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson um tilfinninguna eftir 1-0 sigur Keflavíkur gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld sem var fyrsti sigur Keflavíkur síðan 4.maí.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkur hvort heldur sem er tímabilið í fyrra eða nú í ár. Það er þó hægt að merkja ákveðnar breytingar á leik liðsins sem er farið að freista þess að sækja á fleiri leikmönnum og jafnvel taka fleiri sénsa en var í upphafi móts.

„Við byrjuðum mótið á því að liggja mjög aftarlega og þá var sóknarleikurinn mjög máttlaus. Í síðustu leikjum höfum við verið að fara hærra á völlinn með allt liðið.“

Samantha Leshnak Murphy átti virkilega góðan leik í marki Keflavíkur fyrir aftan varnarlínuna og hefur bandaríkjakonan stimplað sig inn sem einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hún var alveg frábær í markinu í dag eins og hún er búin að vera. Maður er alveg rólegur, einhver skot utan af velli það fer ekkert um mann þá og sama með fyrirgjafirnar en hún var að verja nokkrum sinnum mjög vel. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner