Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 14. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd vildi ekki borga risaupphæð fyrir Nunez - Miðjumaður forgangsatriði
Nunez
Nunez
Mynd: Getty Images
De Jong
De Jong
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því í dag að það hafi ekki verið í forgangi hjá Manchester United að reyna krækja í Darwin Nunez frá Benfica. Nunez er við það að ganga í raðir Liverpool og gæti kaupverðið orðið allt að 85 milljónir punda.

United hafði ekki áhuga á því að eyða svo háum upphæðum í Nunez og lagði aldrei fram formlegt tilboð í Úrúgvæann.

United vill frekar einbeita sér að því að fá inn leikmann sem geti leyst allar af þremur fremstu stöðunum á vellinum. United hefur sent inn formlega fyrirspurn til Ajax varðandi möguleg kaup á Antony.

Antony er 22 ára og lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax en Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá United í vor. Varnarmaður Ajax, Jurrien Timber, er einnig áfram á lista hjá United sem og Pau Torres sem spilar með Villarreal. Styrking í varnarlínuna er ekki í forgangi og verður fyrst horft framar á völlinn í leit að styrkingum.

Sky Sports segir að það sé í algjörum forgangi hjá United að fá inn miðjumann. Félagið sé í viðræðum við Barcelona um kaup á Frenkie de Jong. Enska félagið hefur eki enn lagt fram formlegt tilboð þar sem Barcelona vill fá talsvert meira fyrir Hollendinginn en það sem United hefur sagst vilja greiða fyrir hann. Félögin halda þó viðræðunum áfram þar sem báðir aðilar vonast eftir því að samkomulag náist. De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax áður en hann fór til Barcelona.

Loks greina enskir miðlar í dag frá því að United hefði boðið danska miðjumanninum Christian Eriksen samning en Eriksen er samningslaus sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner