Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ouédraogo keyptur til Leipzig (Staðfest)
Ouédraogo (númer 19) í leik með U17 landsliði Þýskalands gegn Póllandi.
Ouédraogo (númer 19) í leik með U17 landsliði Þýskalands gegn Póllandi.
Mynd: EPA
Þýska félagið RB Leipzig er búið að festa kaup á afar efnilegum miðjumanni sem var gríðarlega eftirsóttur í fyrra, þegar öll stærstu lið Evrópu voru orðuð við hann.

Sá heitir Assan Ouédraogo og kemur úr röðum Schalke, þar sem hann kom að fimm mörkum í 17 leikjum í næstefstu deild þýska boltans á síðustu leiktíð.

Leipzig borgar 10 milljónir evra fyrir Ouédraogo, sem á 23 leiki að baki fyrir U17 og U16 landslið Þýskalands.

Ouédraogo er 18 ára gamall og skrifar undir fimm ára samning við Leipzig, eftir að hafa meðal annars verið orðaður við Liverpool, FC Bayern og Manchester United í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner