Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   þri 14. júlí 2020 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum
Kvenaboltinn
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jákvæð og gríðarlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig en satt að segja mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum. Ég var með tár í augunum frá fyrstu mínútu og það sást augljóslega," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Andrea Mist er uppalin í Þór/KA og hafði leikið allan sinn feril með félaginu áður en hún gerði fyrst félagaskipti til Ítalíu í vetur og svo í kjölfarið gekk hún í raðir FH fyrir þessa leiktíð. Hvernig var að koma á Þórsvöll og hefja leik í hvítri treyju?

„Taugarnar voru gríðarlega miklar og ég átti mjög erfitt með að vera í takt við lífið ef ég get orðað það þannig. Ég var það gríðarlega stressuð að ég titraði og var næstum búin að biðja um skiptingu í hálfleik."

Var Andrea búin að bíða lengi eftir þessari heimkomu?

„Já, en ég get ekki sagt það sé vegna spennu heldur er það stress og hnútur maganum. Ég elska þenann völl og þetta eru allt bestu vinkonur mínar í hinu liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt en ég er gríðarlega stolt af FH liðinu mínu í dag."

Andrea þekkir vel að fá þrjú stig með Þór/KA á Þórsvelli en upplifði það í nýrri treyju í dag.

„Það er mjög skrítið. Ég setti Hörpu [Jóhannsdóttur], markvörð Þór/KA í erfiða stöðu í markinu og átti erfitt með að fagna og gat ekki gert sjálfri mér og þeim það en ég er ánægð."

Þetta voru fyrstu stig FH í sumar og Andrea sagði það mikin létti og ræðir það frekar í spilaranum hér að ofan. Einnig var hún spurð út í og sagði frá matarboði hjá foreldrum sínum en móðir Andreu var spurð í hálfleik með hvaða liði hún héldi.
Athugasemdir
banner
banner