Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   þri 14. júlí 2020 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum
Kvenaboltinn
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jákvæð og gríðarlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig en satt að segja mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum. Ég var með tár í augunum frá fyrstu mínútu og það sást augljóslega," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Andrea Mist er uppalin í Þór/KA og hafði leikið allan sinn feril með félaginu áður en hún gerði fyrst félagaskipti til Ítalíu í vetur og svo í kjölfarið gekk hún í raðir FH fyrir þessa leiktíð. Hvernig var að koma á Þórsvöll og hefja leik í hvítri treyju?

„Taugarnar voru gríðarlega miklar og ég átti mjög erfitt með að vera í takt við lífið ef ég get orðað það þannig. Ég var það gríðarlega stressuð að ég titraði og var næstum búin að biðja um skiptingu í hálfleik."

Var Andrea búin að bíða lengi eftir þessari heimkomu?

„Já, en ég get ekki sagt það sé vegna spennu heldur er það stress og hnútur maganum. Ég elska þenann völl og þetta eru allt bestu vinkonur mínar í hinu liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt en ég er gríðarlega stolt af FH liðinu mínu í dag."

Andrea þekkir vel að fá þrjú stig með Þór/KA á Þórsvelli en upplifði það í nýrri treyju í dag.

„Það er mjög skrítið. Ég setti Hörpu [Jóhannsdóttur], markvörð Þór/KA í erfiða stöðu í markinu og átti erfitt með að fagna og gat ekki gert sjálfri mér og þeim það en ég er ánægð."

Þetta voru fyrstu stig FH í sumar og Andrea sagði það mikin létti og ræðir það frekar í spilaranum hér að ofan. Einnig var hún spurð út í og sagði frá matarboði hjá foreldrum sínum en móðir Andreu var spurð í hálfleik með hvaða liði hún héldi.
Athugasemdir
banner
banner