Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 14. júlí 2020 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum
Kvenaboltinn
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Andrea mætti í FH treyjunni á Þórsvöll í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jákvæð og gríðarlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig en satt að segja mögulega það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum. Ég var með tár í augunum frá fyrstu mínútu og það sást augljóslega," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður FH, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 FH

Andrea Mist er uppalin í Þór/KA og hafði leikið allan sinn feril með félaginu áður en hún gerði fyrst félagaskipti til Ítalíu í vetur og svo í kjölfarið gekk hún í raðir FH fyrir þessa leiktíð. Hvernig var að koma á Þórsvöll og hefja leik í hvítri treyju?

„Taugarnar voru gríðarlega miklar og ég átti mjög erfitt með að vera í takt við lífið ef ég get orðað það þannig. Ég var það gríðarlega stressuð að ég titraði og var næstum búin að biðja um skiptingu í hálfleik."

Var Andrea búin að bíða lengi eftir þessari heimkomu?

„Já, en ég get ekki sagt það sé vegna spennu heldur er það stress og hnútur maganum. Ég elska þenann völl og þetta eru allt bestu vinkonur mínar í hinu liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt en ég er gríðarlega stolt af FH liðinu mínu í dag."

Andrea þekkir vel að fá þrjú stig með Þór/KA á Þórsvelli en upplifði það í nýrri treyju í dag.

„Það er mjög skrítið. Ég setti Hörpu [Jóhannsdóttur], markvörð Þór/KA í erfiða stöðu í markinu og átti erfitt með að fagna og gat ekki gert sjálfri mér og þeim það en ég er ánægð."

Þetta voru fyrstu stig FH í sumar og Andrea sagði það mikin létti og ræðir það frekar í spilaranum hér að ofan. Einnig var hún spurð út í og sagði frá matarboði hjá foreldrum sínum en móðir Andreu var spurð í hálfleik með hvaða liði hún héldi.
Athugasemdir
banner
banner