Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   þri 14. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Nýtum færin fáránlega illa
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega þungur á sér er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 3-2 tapið gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar voru að eltast við fyrsta sigur sumarsins og reyndist það enn þyngra er Ana Victoria Cate fékk rautt spjald gegn Stjörnunni þegar klukkutími var eftir af leiknum.

Þrátt fyrir það þá hafðist þetta hjá KR en Kristján var óhress með að liðið nýtti ekki þau færi sem sköpuðust.

„Já, en þegar maður spilar ekki nógu vel þá tapar maður. Fyrst og fremst varnarleikurinn aftast. Við gefum þeim alltof opin færi og þær nýta sér það fullkomlega. KR spilar hörkuvörn og við náum í örfá skipti að opna þær en nýtum færin fáranlega illa," sagði Kristján við Fótbolta.net

„Við náum ekki að nýta góðu kaflana nógu vel. Við fáum ágætis færi en erum jafnvel ekki að skjóta á markið þegar við fáum þau. Þegar KR fá færi þá setja þær boltann í markið en við vorum að hugsa um eitthvað annað."

Kristján var spurður út í rauða spjaldið sem Ana Cate fékk en hann var sammála dómaranum.

„Það var fullkomlega hárrétt hjá dómaranum að gefa áminningu í bæði skiptin."

Sædís Rún Heiðarsdóttir verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik Stjörnunnar vegna meiðsla .

„Ég er ekki viss um að hún verði tilbúin alveg strax. Við metum það dag frá degi. Þetta er ekki eins slæmt og maður óttaðist en maður þarf alltaf að fara varlega í þessum hlutum en hún verður eitthvað frá í viðbót," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner