Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   þri 14. júlí 2020 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Nýtum færin fáránlega illa
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega þungur á sér er Fótbolti.net ræddi við hann eftir 3-2 tapið gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 KR

KR-ingar voru að eltast við fyrsta sigur sumarsins og reyndist það enn þyngra er Ana Victoria Cate fékk rautt spjald gegn Stjörnunni þegar klukkutími var eftir af leiknum.

Þrátt fyrir það þá hafðist þetta hjá KR en Kristján var óhress með að liðið nýtti ekki þau færi sem sköpuðust.

„Já, en þegar maður spilar ekki nógu vel þá tapar maður. Fyrst og fremst varnarleikurinn aftast. Við gefum þeim alltof opin færi og þær nýta sér það fullkomlega. KR spilar hörkuvörn og við náum í örfá skipti að opna þær en nýtum færin fáranlega illa," sagði Kristján við Fótbolta.net

„Við náum ekki að nýta góðu kaflana nógu vel. Við fáum ágætis færi en erum jafnvel ekki að skjóta á markið þegar við fáum þau. Þegar KR fá færi þá setja þær boltann í markið en við vorum að hugsa um eitthvað annað."

Kristján var spurður út í rauða spjaldið sem Ana Cate fékk en hann var sammála dómaranum.

„Það var fullkomlega hárrétt hjá dómaranum að gefa áminningu í bæði skiptin."

Sædís Rún Heiðarsdóttir verður að öllum líkindum ekki með í næsta leik Stjörnunnar vegna meiðsla .

„Ég er ekki viss um að hún verði tilbúin alveg strax. Við metum það dag frá degi. Þetta er ekki eins slæmt og maður óttaðist en maður þarf alltaf að fara varlega í þessum hlutum en hún verður eitthvað frá í viðbót," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner