Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 14. júlí 2022 14:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Amöndu: Vonandi fær hún mínútur til að sýna hvað hún getur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Sigþórsson faðir Amöndu Andradóttur landsliðskonu er mættur til Englands að fylgjast með liðinu gegn Ítalíu í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Mér líst mjög vel á leikinn í dag. Þetta verður erfiðari leikur en síðasti leikur, Ítalarnir eru að mínu mati sterkari en Belgarnir þannig ég á von á erfiðum leik í dag en ef þær þjappa sér vel saman eigum við að geta náð í úrslitin sem við viljum," sagði Andri.

Andri komst ekki á leikinn gegn Belgíu þar sem hann var veikur heima.

„Ég lenti í Covid heima þannig ég sat fastur, fjölskyldan fór út og ég var eftir með tárin í augunum í sófanum að fylgjast með stemningunni. Nú er ég mættur og þetta er rosalegt, æðislegt að vera í kringum Íslendingana, þeir kunna að búa til stemningu."

Hann er eðlilega gríðarlega stoltur af dóttur sinni en hann vonast til að hún fái að sýna sig á mótinu.

„Það er stórkostlegt, mest fyrir hana. Hún er yngst á mótinu og það er árangur í sjálfum sér fyrir hana. En hún er hérna því hún er frambærileg í fótbolta. Sem pabbi gerir það þetta extra skemmtilegt en við erum hér til að styðja liðið og svo vonandi fær hún nokkrar mínútur til að sýna hvað hún getur," sagði Andri.

Athugasemdir
banner