Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 14. júlí 2022 14:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Amöndu: Vonandi fær hún mínútur til að sýna hvað hún getur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Sigþórsson faðir Amöndu Andradóttur landsliðskonu er mættur til Englands að fylgjast með liðinu gegn Ítalíu í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Mér líst mjög vel á leikinn í dag. Þetta verður erfiðari leikur en síðasti leikur, Ítalarnir eru að mínu mati sterkari en Belgarnir þannig ég á von á erfiðum leik í dag en ef þær þjappa sér vel saman eigum við að geta náð í úrslitin sem við viljum," sagði Andri.

Andri komst ekki á leikinn gegn Belgíu þar sem hann var veikur heima.

„Ég lenti í Covid heima þannig ég sat fastur, fjölskyldan fór út og ég var eftir með tárin í augunum í sófanum að fylgjast með stemningunni. Nú er ég mættur og þetta er rosalegt, æðislegt að vera í kringum Íslendingana, þeir kunna að búa til stemningu."

Hann er eðlilega gríðarlega stoltur af dóttur sinni en hann vonast til að hún fái að sýna sig á mótinu.

„Það er stórkostlegt, mest fyrir hana. Hún er yngst á mótinu og það er árangur í sjálfum sér fyrir hana. En hún er hérna því hún er frambærileg í fótbolta. Sem pabbi gerir það þetta extra skemmtilegt en við erum hér til að styðja liðið og svo vonandi fær hún nokkrar mínútur til að sýna hvað hún getur," sagði Andri.

Athugasemdir
banner
banner