Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
   fim 14. júlí 2022 14:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Amöndu: Vonandi fær hún mínútur til að sýna hvað hún getur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Sigþórsson faðir Amöndu Andradóttur landsliðskonu er mættur til Englands að fylgjast með liðinu gegn Ítalíu í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Mér líst mjög vel á leikinn í dag. Þetta verður erfiðari leikur en síðasti leikur, Ítalarnir eru að mínu mati sterkari en Belgarnir þannig ég á von á erfiðum leik í dag en ef þær þjappa sér vel saman eigum við að geta náð í úrslitin sem við viljum," sagði Andri.

Andri komst ekki á leikinn gegn Belgíu þar sem hann var veikur heima.

„Ég lenti í Covid heima þannig ég sat fastur, fjölskyldan fór út og ég var eftir með tárin í augunum í sófanum að fylgjast með stemningunni. Nú er ég mættur og þetta er rosalegt, æðislegt að vera í kringum Íslendingana, þeir kunna að búa til stemningu."

Hann er eðlilega gríðarlega stoltur af dóttur sinni en hann vonast til að hún fái að sýna sig á mótinu.

„Það er stórkostlegt, mest fyrir hana. Hún er yngst á mótinu og það er árangur í sjálfum sér fyrir hana. En hún er hérna því hún er frambærileg í fótbolta. Sem pabbi gerir það þetta extra skemmtilegt en við erum hér til að styðja liðið og svo vonandi fær hún nokkrar mínútur til að sýna hvað hún getur," sagði Andri.

Athugasemdir
banner