Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   sun 14. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Stórstjörnur mætast í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Copa América fer fram í nótt þegar Argentína og Kólumbía eigast við í afar spennandi slag.

Argentína er að verja Copa América titilinn sinn frá því fyrir þremur árum á meðan Kólumbía reynir að sigra keppnina í annað sinn í sögunni.

Búast má við hörkuleik þar sem stórstjörnur mætast, en bæði lið hafa verið að spila sannfærandi fótbolta á mótinu.

Argentína hefur aðeins fengið eitt mark á sig allt mótið á meðan Kólumbía hefur hleypt tveimur boltum yfir marklínuna sína.

Lautaro Martínez er markahæsti leikmaður Copa América sem stendur með fjögur mörk í fimm leikjum, en hann hefur aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliði Argentínu hingað til á mótinu.

Jhon Córdoba, Daniel Munoz, Jefferson Lerma og Luis Díaz eru markahæstu leikmenn Kólumbíu með tvö mörk á haus, á meðan Julián Álvarez er eini leikmaður Argentínu sem hefur skorað tvö mörk.

Reynsluboltinn James Rodríguez mun þó verða langstoðsendingahæstur á þessu móti. Hann er nú þegar kominn með 6 stoðsendingar og hefur verið valinn sem besti leikmaður vallarins í fjórum af fimm leikjum hingað til. Hann er að eiga ótrúlegt mót og virðist staðráðinn í því að sigra Copa América áður en hann leggur landsliðsskóna á hilluna.

Leikur kvöldsins:
00:00 Argentína - Kólumbía
Athugasemdir
banner
banner
banner