Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Inter í viðræðum um Juan Cabal
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Inter eru í viðræðum við Hellas Verona um kaup á kólumbíska varnarmanninum Juan David Cabal sem átti frábæran seinni hluta tímabils með Verona á síðustu leiktíð.

Cabal er vinstri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður og stóð sig gífurlega vel í báðum stöðum með Verona.

Cabal er 23 ára gamall og hefur aldrei spilað A-landsleik fyrir Kólumbíu en það gæti breyst ef hann byrjar að gera góða hluti með Inter.

Ef félagaskiptin ganga í gegn mun Cabal berjast við Francesco Acerbi og Alessandro Bastoni um sæti í sterkri varnarlínu Inter.

Cabal er einn af þremur varnarmönnum sem Inter er að reyna við í sumar, en hinir eru Mario Hermoso og Ricardo Rodriguez. Cabal er talinn vera efstur á óskalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner