Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 14. ágúst 2022 19:07
Hafliði Breiðfjörð
Hemmi Hreiðars: Erum alltaf tilbúnir í stríð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær leikur, okkur vantaði aðeins kraft um síðustu helgi og vissum hvað vantaði hjá okkur," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 4-1 sigur á FH í dag en liðið hafði tapað síðsta leik gegn KR 4-0.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við höfum sett fókusinn í það í þessari viku og það hefur verið helvíti góður taktur í heildina í margar vikur. Við vitum hvað til þarf og það var ALLT til staðar í dag, það vantaði ekkert upp á það."

Hvað var það sem þið vilduð breyta?

„Það var orkustigið, það vantaði aðeins meiri kraft síðustu helgi. Það voru svosem engar breytingar heldur smá innan liðsins og vissum hvað þyrfti að bæta."

Það voru svolítil læti í ykkur, leikmenn fögnuðu tæklingum og öðru. Þjálfari FH var búinn að segjast ætla í stríð en þið voruð tilbúnir að taka á móti því.

„Við erum alltaf tilbúnir í stríð. Það er engin spurning, okkur finnst það skemmtilegt og við erum góðir í því. Allir leikir hjá okkur eru stríð. Við erum ekki á besta staðnum í töflunni en frammistöðulega séð lítur þetta fínt út og það er stemmning og klefinn er geggjaður. Menn eru að njóta þess að spila, þetta er frábært."

Voru ummælin að kveikja í ykkur?

„Alveg eins, við erum mest að fókusa á að við vitum hverju við erum geggjaðir í og meðan allir eru klárir fáum við alltaf frammistöðu. Þegar menn eru að slást og berjast fyrir hvern annan og hafa gaman af því þá fer þetta yfirleitt vel."

Nánar er rætt við Hemma í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner